Ægir - 01.11.1986, Page 56
NÝ FISKISKIP
Hafnarey SF 36
28. júní s.l. bættist við flota Hornfirðinga nýtt
fiskiskip, m/s Hafnarey SF 36, sem keypt var notað
frá Svíþjóð. Skip þetta, sem áður hét Santos A v Öck-
erö, er smíðað árið 1982 hjá Marstal Skipsværft &
Maskinfabrikk A/S í Marstal í Danmörku, og er
smíðanúmer 100 hjá stöðinni.
Skipið er sérstaklega byggt til togveiða og er með
eitt heilt þilfar milli stafna og hlífðarþilfar yfir
mestum hluta aðalþilfars. Áður en skipið kom til
landsins var lestin einangruð og klædd, og eftir
humarvertíð var settur ískipið búnaður til vinnslu og
frystingar á rækju, ásamt hjálparvélasamstæðu, og
er þeim breytingum nýlokið. Þá hefur rafeinda-
tækja- og öryggisbúnaður verið betrumbættur.
Hafnarey SF er í eigu Krosseyjar h.f., Höfn,
Hornafirði. Skipstjóri á skipinu er Jón Hafdal og I.
vélstjóri Gísli Páll Björnsson.
Almenn lýsing:
Skipið er smíðað úr stáli, og er óflokkað, með eitt
heilt þilfar stafna á milli, gafllaga skut, hIífðarþiIfar
(efra þilfar), sem nær að toggálga, aftarlega á skip-
inu, og brú á reisn réttframan við miðju á hlífðarþil-
fari.
Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum
vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið
framan frá: Stafnhylki fyrir ferskvatn; íbúðir fram-
skips (lúkar) ásamt botngeymi fyrir ferskvatn; fiski-
lest með botngeymum fyrir brennsluolíu; vélarúm;
og aftast stýrisvélarrými og kælivélarými ásamt
geymum fyrir brennsluolíu o.fl. í síðum.
í lokuðu milliþilfarsrými á aðalþilfari er fremst
geymslaog íbúðarými þarfyriraftan. Aftan við íbúða-
rými er aðgerðarrými undir hIífðarþiIfari og vélar-
reisn b.b.-megin. í afturkanti hIífðarþiIfars eru tog-
gálgar út við síður með sambyggðum toggálgapalli
þvert yfir, og aftan við þá er opin gryfja, þar sem
vörpuvindu er komið fyrir.
Stýrishús skipsins er rétt framan við miðju á hlífð-
arþilfari, einsogfram hefurkomið. Aftastá þaki stýr-
ishúss er ratsjármastur með bómu.
Mesta lengd ........................ 22.50 m
Lengd milli lóðlína ................ 19.50 m
Breidd (mótuð) ...................... 6.80 m
Dýpt að hlífðarþilfari .............. 5.70 m
Dýpt að aðalþilfari ................. 3.50 m
Særými (djúprista 3.20m) ............um270 t ^
Lestarrými ........................ um 80 m
Brensluolíugeymar ................... 33.0 m
Ferskvatnsgeymar ..................... 8.6 m
Rúmlestatala ......................... 101 brl
Skipaskrárnúmer ..................... 1738
Vélabúnaður:
Aðalvél skipsins er Grenaa, gerð 6 FR 24 TK, se*
strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftirksel'
ingu, sem skilar 596 KW (810 hö) við 750 sn/mím
Við vélina er niðurfærslu- og skiptiskrúfubúnaður
frá Grenaa, niðurgírun 2.14:1, skrúfa 3ja blaða meo
1760 mm þvermáli, og utan um skrúfu er skrúfu-
hringur.
Við fremra aflúttak aðalvélar tengist útkúplan'
legur deiIigír frá Hytekafgerð FGT-620-63 HC, 300
hö, með þrjú úttök. Viðgírinn tengjasttvær Danfoss
Eaton vökvaþrýstidælur af gerð 7620 PV, sem eru
fyrir vindubúnað.
Aðalvél knýr jafnframteinn Transmotor ACG 155
jafnstraumsrafal, 3.5 KW, 24 V.
Tværhjálparvélasamstæðureru ívélarúmi, önnur
s.b.-megin og hin b.b.-megin.
Hafnarey SF á siglingu.
696-ÆGIR