Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1987, Blaðsíða 35

Ægir - 01.11.1987, Blaðsíða 35
11/87 ÆGIR 651 gæðastjórnun og framleiðslu erlendra fiskvinnslustöðva og yrði þá e.t.v. til hérlendis fjöl- þjóðlegur fiskvinnsluskóli eða að Islendingar ráðist til viðkomandi vinnslustöðva. Tvívinnsla Tengd umræðunni um aukna sérhæfingu í vinnslu er jöfnun vinnslu og þá aðfanga. Menn hafa helst talið, að slík jöfnun gæti orðið með frystingu hráefn- isins, geymslu þess, þíðingu, frekari vinnslu og endurfrystingu. Ekkert er því til fyrirstöðu að hugsa sér þessa þróun einnig í jöfnun aðfanga fyrir saltfisk- verkun og í rækjuvinnslu. Umræður um tvívinnslu eru til- komnar vegna fjölgunar verk- smiðjutogara og hafa blandast inn í umræður um atvinnu- og byggðaþróun. Við ákváðum að athuga nokkuð áhrif þessarar vinnslu á gæði fisks, þó að okkur vaeri vel Ijóst að frystihús gátu þá okki keppt við markaðina um fiskinn. Veruleg rannsóknavinna var einnig lögð í að athuga erlend- ar heimildir um áhrif tvífrystingar á gæði. Niðurstöður hafa birst í brnaritum hérlendis og sýna í stuttu máli að vinnslan uppfyllir gæðakröfur okkar sé rétt að verki staðið. Þíðing í röku lofti virðist mest notuð, og er loftið haft því svalara sem lengra líður í þíðing- unni. _ Holdsprungur eru oft vanda- tnál í þorskfiski og virðist tví- vinnsla auka þær nokkuð. Slíkt getur hamlað notkun á þíddu hrá- efni til saltfiskverkunarog notkun 1 flakapakkningar en blokkahrá- efni er það þó ágætt. Hættuna viðtvívinnslu séég þá belsta að einhverjir freistist til að bysta hráefni sem er komið að skemmdum og ætla því svo nýtt bf í áframhaldandi vinnslu. Ég hygg að tvífrysting verði „Ég hygg að tvífrysting verði fyrst stunduð hér að ráði á flatfiskum ýmiss konar og á rækju. Cæðalega eru færri vandamál í slíkri vinnslu en t.d. í þorskvinnslu. Tvífryst- ing á rækju er þegar stunduð hér, en veruleg þörf er á framleiðslutilraunum í rækju- vinnslu". fyrst stunduð hér að ráði á flat- fiskum ýmiss konar og á rækju. Gæðalega eru færri vandamál í slíkri vinnslu en t.d. í þorsk- vinnslu. Tvífrysting á rækju er þegar stunduð hér en veruleg þörf eráframleiðslutilraunum í rækju- vinnslu, bæta þarf og staðla þíð- ingaraðferðir, bæta og staðla nýt- ingu og athuga hvort stærðarflokk- un og nákvæmari gæðaflokkun afurða getur skilað sér í hærra verði. Samkeppnin Við íslendingar höfum hingað til áskilið okkur rétt til að fá hærra verð fyrir íslenskan fisk en aðrir fá fyrir sams konar pakkningar. Ég held, að til að réttlæta nokkurn mun í framtíðinni verðum við að skoða vel í hverju hann liggur og selja fiskinn með þá þekkingu á takteinum. Mér virðist t.d. aug- Ijóst að náttúruafurðin ómenguð höfðar til margra. Bláferskt hrá- efni verður mikilvægt ef við hyggjumst selja fisk kældan en ekki frystan. Fiskur sem veiddur er í köldum sjó og hlýtur rétta meðferð um borð heldur líka best ósprungnu útliti flaka, góðri flökun við suðu og réttu „biti" við neyslu. Allt þetta kunna stór- kaupendur og matreiðslumenn að meta og þessa þekkingu má virða til fjár ef hún skilar sér gegnum sölumenn okkar. Við þurfum einnigað hafa handbærar meiri upplýsingar um geymslu- þol, rétta meðferð og matreiðslu. Þekking á vörunni, leiðbeiningar og samstarf við kaupendur hefur bæði bein áhrif á sölu og byggir upp traust milli manna. — Kulda sjávar og fjarlægð landsins er sjálfsagt að meta fiskinum til tekna en kuldinn og fjarlægðin eiga ekki að ná til samskipta við markaðinn. Loks langar mig að vitna í ævintýrabókina um Lísu í Undra- landi því að tilvitunin á við á mörgum sviðum þar sem aðstæð- ur breytast ört: „Sjáðu til, maður verður að hlaupa af öllum mætti bara til að haldast í sporunum. Viljirðu komast eitthvað áfram þarftu að hlaupa a.m.k. helmingi hraðar." Grein þessi er byggð á erindi sem flutt var á ráðstefnu um framleiðni í fisk- iðnaði í Vestmannaeyjum í maí 1986. Höfundur starfaði þá hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins en vinnur nú í Þróunardeild S.H. ■ s er tímarit þeirra, sem vilja fylgjast með því helsta, sem er að gerast í sjávarútvegi. Fiskifélag íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.