Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1987, Blaðsíða 34

Ægir - 01.11.1987, Blaðsíða 34
650 ÆGIR 11/87 Bretlandi eru einnig í undirbún- ingi reglur til að koma skikkan á íshúðun rækju sem mjög er mis- notuð þar í landi. Náin tengsl við markaði okkar verða þannig mikilvægari með hverju árinu sem líður, bæði vegna þess að framleiðsla og sala verður meira nákvæmniverk og krefst því meiri tengsla, en ekki síður vegna þess, að persónuleg samskipti og kynni uppræta öðru fremur misskilning og vantraust. Sjón er líka sögu ríkari, ef við viljum bera saman okkar fisk og annarra. Þróun fiskvinnslu Til þróunar í fiskvinnslu. — Margir hafa gerst spámenn og hugsað í byltingum. Mig langar fyrst að velta fyrir mér breytingum á vinnslu fisks og sölu hjá íslenskum fyrirtækjum erlendis. Ég held að sala muni einkum auk- ast á fiskafurðum þar sem fisk- einkennin fá að njóta sín, slíkt er bæði í takt við matreiðslubreyt- ingar og hollustuhætti þeirra sem flokkast undir sælkera og efni hafa á að veita sér vel í mat. Þetta þýðir meiri sérhæfingu í vinnslu hérlendis og auknar kröfur til hráefnis. Slíkan fisk má framleiða í stykkjapakkningum hér heima eða sem góðar blokkir og þá skornar í stykki erlendis. Kaup- endur verða aðallega veitingahús og verslanakeðjur. Fiskurinn getur einnig orðið hluti af sam- settum máltíðum sem þróaðar eru í samvinnu við fyrirtæki er reynslu hafa af slíku og undir þeirra vörumerkjum. Ég tel að íslensku fyrirtækin hér heima eigi að einbeita sér að þróunarvinnu á fiskinum sjálfum. Rasp-oghveiti- húðaðir stautar munu vafalaust seljast áfram en í auknum mæli hygg ég, að í þá verði notaður annar fiskur en þorskur. í Evrópu og Bandaríkjunum er talinn vera „Margir hafa gerst spámenn og hugsað í byltingum. Mig langar fyrst að velta fyrir mér breytingum á vinnslu fisks og sölu hjá íslenskum fyrir- tækjum erlendis. Ég held að sala muni einkum aukast á fiskafurðum þar sem fisk- einkennin fá að njóta sín, slíkt er bæði í takt við mat- reiðslubreytingar og holl- ustuhætti þeirra sem flokkast undir sælkera og efni hafa á að veita sér vel í mat". vaxandi áhugi á að kaupa fisk „ferskan" — þ.e. ófrosinn. Gildir þar hvort tveggja að oft er lítill tími ætlaður til matreiðslu en ekki síður held ég þetta vera sálfræði- legan lið í meðvitund fólks fyrir „náttúrulegum" matvælum frem- uren „iðnaðarvöru". Athuga þarf vel, hvernig hægt er að selja þíddan fisk á þennan hátt, t.d. fiskflök sem seld eru fryst héðan og þídd hjá fyrirtækjum okkar er- lendis. Sums staðar kann að vera erfitt að komast framhjá því að orðið „fresh" samræmist ekki þíddu en það er sérgrein heilla deilda stórfyrirtækja að koma orðum að hlutunum. Ef rétt er að staðið fylgir ekki gæðarýrnun þessari meðferð og framfarir eru að verða í uppþíðingaraðferðum. Ég held einnig, að í framtíðinni verði flakapakkningar sendar ófrosnar í loftskiptum plastum- búðum. Rannsóknir hafa verið miklar á þessu sviði og Ijóst að mjög góð kæling á fiski ásamt pökkun í blöndu af C02, N2 og 02 eykur verulega geymsluþol bæði á mögrum fiski og feitum. Þannig eykst geymsluþol á þorskflökum við 0°C um viku og um 3 daga við 2°C. Þessi aukning getur orðið okkur gagnleg í flutn- ingi og kæliborðum verslana en ég held ekki að við eigum að treysta neytendum fyrir neinu geymsluþoli. Ég verð eiginlega að viðurkenna að ég treysti fáum fyrir matreiðslu á fiski og held að vankunnátta á því sviði sé skýr- ingin á því hvers vegna fiskur er svo vinsæll í neyslu utan heimila- Nú er mjög rætt um geislun matvæla til að lengja geymsluþol þeirra og fiskur þar til nefndur. Verulegur skriður virðist vera a því að Evrópulönd og Bandaríkin viðurkenni geislun til rotvarnar. Að mörgu leyti má líkja geislun við örbylgjuhitun því að mat- vælin verða fyrir rafsegulbylgju'11 í báðum tilvikum en verða alls ekki geislavirk. Ég held ekki að við eigum að hugsa til þess að taka upp þessa aðferð í bráð. Þa mun taka langan tíma enn a sannfæra neytendur um að ao- ferðin sé hættulaus og þeir munu frekar sækjast eftir vöru sem er auglýst sem ógeisluð. Hitt er þo augljósara, að aðferð sem reynist svo vel til rotvarnar er opin fyr'r misnotkun ekki síst af því a engin leið er að meta hvort varan var geisluð skv. góðum trara leiðsluháttum eða marggeislu Er þá hætt við að varan sé íraun orðin efnislega skemmd þegar hún er geisluð og meðferðin þa hugsuð sem n.k. endurlífgun- Slíkt tekst að sjálfsögðu ekki og gengurekki ífólk sem ætlasttil a njóta ferskleika og bragðgæða en ekki bara þeirrar vissu að varan se ekki lífshættuleg. . Ég sé fram á það, að sölutynj tæki okkar erlendis verði 'JO þjóðlegri í viðskiptum héðan J ra og muni kaupa fisk frá öl u löndum Evrópu og Ameríku sem fisk hafa að bjóða og samræmjs gæðakröfum fyrirtækjanna. F|S skortur frá íslandi ýtir veru eg undir þessa þróun, sem nie, finnst eðlileg og tímanna ta n viðskiptum. Vafalaust þurfa fyM tækin að hafa hönd í bagga me
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.