Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1987, Blaðsíða 14

Ægir - 01.11.1987, Blaðsíða 14
630 ÆGIR orðið og getur hafnað vörunni á hvaða forsendum sem honum þóknast. Á nýafstaðinni ráðstefnu á vegum Rannsóknaráðs ríkisins í tilefni 50 ára afmælis Atvinnu- deildar Háskóla íslands var fjallað um sjávarútveg undir yfir- skriftinni „Frá sjávarútvegi til sjáv- arbúskapar". Þótt þýðing fiskeldis vaxi með hverju ári er óralangt frá því að fiskeldi jafnist á við fiskveiðar á íslandsmiðum. Fiskimiðin kringum landið eru okkar gjöfulasta fiskeldisstöð. Skynsamleg veiðistjórnun sem tryggir að nytjafiskar fái að vaxa í hagkvæma stærð er okkar arð- samasta fiskeldi. Hitter umhugs- unarefni, hvaða áhrif aukið fram- boð eldisfisks hefur á samkeppnis- stöðu sjávarafurða á heimsmark- aði. Markaðsverð á ræktuðum fiski hefur verið lægra en verð á fiski sem veiddur er með hefð- bundnum hætti. Við þurfum ætíð að fylgjast vel með þróuninni og nýta okkur þá miklu sérstöðu sem við höfum til að selja ómengaða gæðavöru. Góður árangur á nýafstaðinni sjávarútvegssýningu er dæmi um aðra vaxandi hliðargrein viðsjáv- arútveg, sem er útflutningur á búnaði og þekkingu. Er áformað að sýning sem þessí verði haldin hér reglulega á þriggja ára fresti. Þessi árangur sýnir Ijóslega að starfsemi tengd sjávarútvegi á mesta framtíð fyrir sér hér á landi og getur orðið stærri þáttur atvinnulífsins. Lokaorð Sjávarútvegurinn hefur skilað almenningi miklum tekjuauka á undanförnum árum. Til þess að verða fær um það hefur greinin þurft að ganga í gegnum miklar breytingar. Eins og oft áður eru gerðar miklar kröfur til þessarar undirstöðu þjóðfélagsins. Kröfu- gerðin má hins vegar ekki verða svomikil aðstoðirnarbresti. Fisk- vinnslan býr nú við taprekstur sem sýnir best að of langt hefur verið gengið. Við verðum því að ætlast til að kröfum verði stillt í hóf og sjávarútvegurinn fái starfsfrið. Að undanförnu hefur orðið mikil umræða um fiskveiðistjórn- unina. Það er mjög eðlilegt að svo sé, enda miklir hagsmunir í húfi. Margt er sagt í hita leiksins og ýmsum finnst að hallað sé réttu máli. Sem sjávarútvegsráð- herra má ég að sjálfsögðu búa við það að hlusta á alls konarfullyrð- ingar. Svo dæmi séu nefnd er því slegið fram að ég berjist fyrir því að smábátaútgerð verði lögð niður, hafi ávallt verið á móti frystitogurum, hafi heimilað að setja upp rækjuvinnslu á Suður- nesjum á kostnað Vestfirðinga, haldi sérstaklega með norður- svæði og breyti línum að eigin geðþótta til að hygla heimabyggð, vilji leggja niður útgerð á höfuð- borgarsvæðinu, brjóti lög á skel- fiskframleiðendum, sé hallur undir sjónarmið útgerðarmanna og sjómanna og svo mætti lengi telja. Með þessu mega menn ekki skilja mig svo að ég sé að kvarta undan því að þessi mál séu rædd í einlægni og hreinskilni. Það er mikilvægara en allt annað og þótt talað sé út og suður um hin ýmsu mál, þá verður að sjálfsögðu að þola það. Það er eðli stjórnmál- anna að sett sé fram óvægin gagn- rýni, en þeir sem standa utan þeirra ættu ef til vill á stundum að líta í eigin barm og spyrja sjálfa sig, hvernig verði best haldið á hinum ýmsu málum, þannig að almannahagur og jafnræði sé tryggt. Það leysirekki þann vanda sem við stöndum frammi fyrir, að gera þeim aðilum upp skoðanir, sem leggja sig fram um að tryggja heildarhagsmuni í þessu erfiða máli. Sannleikurinn er sá, að 11/87 margir þeirra sem stunda útgerð og fiskvinnslu hafa farið ógæú' lega. Þeir geta ekki ætlasttil þe8S að ógætni þeirra sé borin upp' a, meiri veiði eða gengið út frá þvl að hún komi um of niður á þeim< sem fyrir voru í greininni. Þe'r sem hafa bæst við í smábátaflok inn taka veiðimöguleika frá þe,rn sem fyrir voru. Þeir sem lia a verið að fjárfesta í rækjuveiðum og rækjuvinnslu gera mögulei 3 þeirra sem fyrir eru þrengri og þannig mætti lengi telja. Margif hverjir sjá ekki fram úr þessun1 erfiðleikum og kenna þá fiskvei ^ stjórnuninni oft um. Þrátt ty þau vandkvæði sem óhjákvaemi lega fylgja lausn þessara mála/ eru ekki aðrar raunhæfar hug myndir í sjónmáli en þær se frumvarpið, sem hér IÍ88U frammi, byggir á. Þar eru hins vegar mörg álitamál og öll |e'^ sögn í því sambandi er mikilv3e.^ og það er nauðsynlegt Yr Alþingi að fá sem gleggstar upP, lýsingar um skoðanir aði a greininni. Fiskiþing hefur ávallt ver mikilvægur vettvangur 5' ^ skoðanaskipta og ég vænti pe - að á þinginu verði hreinskip umræður urn stöðu má a héðan verði afgreiddar ályktanir um það sem fram e komið. j Ég óska Fiskiþingi allra hei störfum og þakka gott sams við Fiskifélag íslands á un förnum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.