Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1987, Blaðsíða 8

Ægir - 01.11.1987, Blaðsíða 8
624 ÆGIR verði fyrir verulegum vonbrigð- um. Við stöndum nú frammi fyrir því, að taka á vandanum strax og skipta þessum aflaréttindum á milli aðila eða grípa til almennra sóknartakmarkana og bíða þess að það komi í Ijós hverjir verði verstúti. Heildarkostnaðurviðað ná.í takmarkaðan afla verður mun meiri ef beitt er almennum sókn- artakmörkunum enda yrðu þá litlir möguleikar til að koma við hagræðingu og skipulagningu í rekstri. Með því að takast ekki strax á við þann vanda að úthluta tilteknum veiðiheimildum í djúp- rækju er verið að skjóta málinu á frest. Erfiðara verður þá að finna lausn síðar. Ráðuneytið hefur lagt fram tillögur um skiptingu heim- ilda til úthafsrækjuveiða. Tillög- urnar ættu tvímælalaust að geta orðið grundvöllur að lausn þessa máls. Á sínum tíma var nauðsynlegt að hafa möguleika sóknarmarks- skipa við botnfiskveiðar rúma. Ymsir höfðu rýra aflareynslu á viðmiðunarárunum. Þeir þurftu að fá möguleika til að sýna getu sína og bæta aflamark sitt. Þessari samkeppni er hins vegar ekki hægtað halda áfram í sama mæli, sérstaklega með hliðsjón af fyrir- sjáanlegum samdrætti í heildar- afla. Það mun vissulega koma við marga sem hafa verið með vænt- ingar vegna sóknarmarksins og reitt sig á að þeir gætu með því sótt aukinn afla. í síðustu viku rit- uðu 32 alþingismenn Ráðgjafa- nefnd um mótun fiskveiðistefnu bréf og fóru þess á leit við nefnd- ina að afnumin yrðu ákvæði um skiptingu landsins í tvö veiði- svæði við ákvörðun þorskaflahá- marks togara. Mér finnst þessi tilskrifafar sérkennileg. Ráðgjafa- nefndin er umræðuvettvangur stjórnmálamanna og hagsmuna- aðila um mótun fiskveiðistefnu. Nefndin hefur engin völd og er einungis ráðgefandi. Það er „Eitt mikilvægasta nýmæli í frumvarpsdrögunum er til- laga um að fiskveiðistefnan verði mörkuð til... fjögurra ára ístað tveggja". Alþingi sjálft sem hefurendanlegt ákvörðunarvald um mótun fisk- veiðistefnunnar. Þingmenn geta við meðferð málsins á Alþingi að sjálfsögðu komið sínum sjónar- miðum á framfæri og haft áhrif á niðurstöðuna. Umræður um mis- hátt meðalþorskaflahámark tog- ara á suður- og norðursvæði hafa komið upp á hverju hausti síðan kvótakerfið var innleitt. Togarar af Suður- og Vesturlandi hafa jafnan beint sókn sinni mikið í karfa, enda liggja karfamiðin vel við útgerð frá þessum landshlut- um. Togarar af Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi hafa á hinn bóginn byggt sínar veiðar í meira mæli á þorskinum. Þetta mismunandi sóknarmynstur kemur mjög glögglega fram í meðalafla togara á svokölluðum viðmiðunarárum, en afli á þeim árum var lagður til grundvallar veiðiheimildum í kvótakerfinu. Á síðustu fjórum árum hefur munur þorskaflahámarksins minnkað verulega en þó munar enn nokkru. í hugmyndum Sjávarút- vegsráðuneytisins um endur- skoðun á sóknarmarksákvæðum er gert ráð fyrir að þessi munur haldist. Þar er hins vegar einnig gert ráð fyrir að upp verði tekið hámark á karfaafla sóknarmarks- togara. ítillögunumfelst að karfa- aflahámark verði hærra fyrir togara af Suður- og Vesturlandi en hinna, þannig að samanlögð hámörk karfa og þorsks verði jafngild fyrir togara á báðum svæðum. Með þessu verður að telja að jöfnuði sé komið á milli svæðanna án þess að hefð- bundnu sóknarmynstri sé raskað. 11/87 Við verðum að taka mið af þe'nl, veiðivenjum sem tíðkast hafa 1 landinu og leita fordómalaust leiða til að sætta mismunandi sjónarmið í þessu efni. ha þjónar ekki hagsmunum neins a stofna til átaka milli landshluta við mótun fiskveiðistefnunnar. í frumvarpinu eru gerðar ti - lögur um stjórn á veiðum srna- báta, sem fela í sér að allir bátar undir 10 tonnum verða að lú*a aflahámarki og að takmarkanir eru settar á smíði og innflutning báta yfir 6 tonnum. Fjölgun bata undir 10 tonnum og aukning veiða þeirra er að miklu ley11 afleiðing af því misræmi sem verið hefur í núgildandi reglum milli þessara báta og hinna sem stærri eru. Reglur hafa stuðlað a misvægi sem verður að takast , við. Þótt ýmislegt megi lagfe1”3 1 þeim hugmyndum sem fram ha komið er ekki hægt að búa vl óbreytt ástand. 2. Grundvallarbreytingar í sjávarútvegi , Miklar breytingar hafa oröi ^ sjávarútvegi á síðustu árum- Sumar þessara breytinga er^ vegna breyttra reglna um sti°r fiskveiða og annarra afskipta opinbera. Á öðrum sviðum er u að ræða tækniþróun og brey«a viðskiptahætti. Flutningatas fleygir mjög fram, bæði til sjos o lands, þannig að útflutnin?ur óunnum fiski í stórum stíl er ^ mögulegur. Hátt verð mun æ fást fyrir ferskan fisk í gæðaflokki. Sá markaðurniun aldrei getað tekið við nema ' hluta afla okkar. Frystinger ira fyrst og fremst geymsluao e < sem gerir það mögulegt aö ' ^ sjávarafurðum óskemmdum fjarlæga markaði. Ef hægt e koma sjávarafla á markað i andi mæli, án frystingar millistigs og jafnframt á ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.