Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1987, Blaðsíða 31

Ægir - 01.11.1987, Blaðsíða 31
11/87 ÆGIR 647 Það er alkunna, að margir neytendur eru mjög næmir fyrir áróðri fjölmiðla og varla líður sú vika, að ekki berist hingað fréttir um nýjar uppgötvanir er skipta eiga sköpum fyrir hollustu fæðu- tegunda. Það vill til, að kenn- ingar sem ekki byggjast á traustum grunni hafa n.k. „inn- byggt skammlífi", gleymast fljótt en geta þó komist í hámæli í stuttan tíma. - Ég vona að í fisk- sölu þurfum viðaldrei að höfða til dellufólksins, en náum þeim mun betur til þess neytendahóps er kallast verður „meðvitaður" um hollustu oggæði ogertilbúinn að greiða fyrir jaau hlunnindi. Mengun sjávar Þessi sami hópur er líklega mjög meðvitaður um hvers konar mengun matvæla. Sjórinn við landið er enn að mestu laus við mengun og hreinni en annars staðar vegna fjarlægðar landsins frá úrgangi iðnríkja. Þetta þurfum við að nota okkur betur í sölu á fiski og láta það beinlínis vega upp á móti þeim aukna flutnings- kostnaði sem þessi sama fjarlægð skapar. Margir vita t.d. í V-Evr- ópu, að Norðursjór, Eystrasaltog jafnvel vesturströnd Skotlands hafa mengast af úrgangsefnum iðnaðar. Trygging fyrir því að fiskur sé veiddur í hreinum sjó er þessu fólki nokkurs virði og verð- gildið mun aukast. - Nærtækasta dæmið í dag er mengun matvæla vegna geislavirkni og höfum við orðið vitni að miklum tilfinninga- legum viðbrögðum fólks við haekkun geislavirkni, jafnvel þótt hún sé langt neðan hættumarka. Sagt var í sjónvarpi, að Norð- menn hefðu mætt hindrunum í út- flutningi á frosnum fiski til Ítalíu og eldislaxi til Bandaríkjanna. Hugsum okkur þá hvað hefði gerst ef kjarnorkuknúinn kafbátur hefði „brætt úr sér" á íslands- „Lýsi ersjálfsagtað selja sem lyf við sjúkdómum, en fisk á að selja sem mat, sem hægt er að njóta vegna efnisgæða og í kaupbæti meðgóðri sam- visku. Næringarfræðin ein stendur ekki undir sölu á fiski, hollt verður einnig að vera gott". miðum og losað allt sitt eldsneyti og hafurtask í hafið. Hugsum okkur þann fréttaflutning er því hefði fylgt á mörkuðum okkar. Annars eru verksmiðjur sem end- urvinna úrgang kjarnorkuvera á landi - t.d. í Bretlandi og í Frakk- landi - síausandi geislavirkum úrgangi í Atlantshafið. Þaðan berst hann með sjávarstraumum norður með Noregsströndum, til Svalbarða og Jan Mayen, bland- ast austur Grænlandsstraumnum og leitar aftur suður með austur- strönd Grænlands. Þá er meng- unin aðeins 1/ioo af geislavirkni sjávarins við Skotland og Vio af menguninni við Noreg. Mengun- in er nokkur ár að berast til Norðurhafa frá Evrópu og líklega fer hún vaxandi. Við virðumst vera svo gæfusöm, að megin- greinar þessara strauma ná ekki til fiskimiða okkar og getur það reynst okkur mikið lán, því að ég efast ekki um að „meðvitaðir" fiskneytendur í Evrópu munu telja það enn eitt atriði íslenska fiskinum til tekna. Mjög lítið virð- ist þó vera til af geislavirknimæl- ingum í íslenskum fiski, slíkar mælingarer þó vel hægtað gera í sjó og í fiski í samvinnu Hafrann- sóknastofnunar, Geislavarna, Raunvísindastofnunar og starfs- bræðra þeirra á Norðurlöndum. Ég tel, að við eigum að hafa þessar upplýsingar handbærar - t.d. fyrir fjölmiðla. Sömu sjón- armið gilda einnig um ýmsa aðra mengun sjávar og fisks, við teljum okkur í minni hættu en aðra, en við gerum ekki út á það með markvissum hætti þ.e. með mæliniðurstöðum og yfirsýn. Matvælalöggjöf Annað er það þekkingarsvið sem krefstaukinnarárvekni okkar og það er matvælalöggjöf mark- aðslanda okkar. í árdaga hennar — um síðustu aldamót — voru markmiðin að tryggja að matvæli væru skaðlaus, hefðu eðlilega hollustu og blekktu engan. Síðar urðu til ýmsir gæðastaðlar, þar sem neytendum voru betur tryggð neyslugæði, góðir fram- leiðsluhættir og strangt eftirlit með aukaefnum. Þessi þróun heldur áfram, en í seinni tíð gætir þess, að upp koma boð og bönn sem erfitt er að sætta sig við á fag- legum grundvelli og eru jafnvel á misskilningi byggð. Hinsvegarer hægt í sumum tilvikum að hafa áhrif á þessa þróun (berja niður vitleysur) einkum með þátttöku í fjölþjóðlegu samstarfi og með persónulegum samskiptum, en í öðrum tilvikum er mikilvægt að hafa pata af því sem er í aðsigi til að geta aðlagað sig breytingum í tíma. Dæmi um þetta er rotvarnar- efnið súlfít sem framleiðendur hér hafa sannfrétt að auki geymslu- þol rækju. Þetta efni er leyft í Evr- ópu en vaxandi andstaða og hertar reglur eru um notkun þess í Bandaríkjunum vegna áhrifa þess á asthmaveikt fólk. Það væri því lítið vit í að leyfa þetta efni í rækju- vinnslu hérlendis, nema þegar um er beðið af vissum kaupend- um heilfrystrar rækju. Svipað gildir um gervilitarefni, sem enn tíðkast í mörg matvæli þ.á m. mylsnuhúðaðan fisk í Bretlandi, en mætir þar vaxandi mótstöðu „meðvitaðra" neytenda vegna ofnæmiseinkenna og hafa stórfyr- irtæki (t.d. McDonald's) þegar brugðist við þessum kröfum. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.