Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1990, Page 12

Ægir - 01.06.1990, Page 12
296 ÆGIR 6/90 Ólafur S. Ástþórsson Ólafur S. Ástþórsson og Ástþór Gíslason: Klak og dreifing rækjuliría í ísafjarðardjúpi Ástþór Císlason Inngangur Árin 1987 og 1988 fóru fram á vegum Hafrannsóknastofnunar vistfræðirannsóknir í ísafjarðar- djúpi, en tilgangur þeirra var m.a. að reyna að skilgreina þau tengsl sem talin eru vera á milli umhverf- isskilyrða í sjónum annars vegar og vaxtar svifþörunga, afkomu dýrasvifs, rækju- og fisklirfa hins vegar. ísafjarðardjúp varð fyrir valinu m.a. vegna þess að þar eru mikilvægir nytjastofnar rækju og skeldýra og vitað er að einstök ár hefur talsvert verið um seiði nytja- fiska þar. Rækjustofninn í Djúpinu er reyndar sá mikilvægasti inn- fjarða við ísland (Ingvar Hall- grímsson og Unnur Skúladóttir 1981, Ólafur K. Pálsson og Guðni Þorsteinsson 1985) og nemur ársaflinn þar um 1500 tonnum. Þá skipti það og máli að vistfræði- rannsóknir á grunnsævi og í fjörðum við Island eru takmark- aðar og oft hefur verið rætt um nauðsyn þess að auka þær. í þess- ari grein verður greint frá þeim hluta rannsóknanna sem laut að rækjulirfum í Djúpinu. Rækjan (stóri kampalampi, Pandalus borealis) hrygnir á haustin og frjóvgun eggjanna fer þáfram. Eftir frjóvgun límasteggin á halafætur kvendýrsins og þrosk- ast yfir veturinn. Næsta vor klekj- ast svo eggin út og lirfunum er sleppt, en þær eru sviflægar fyrstu mánuðina áður en þær leita botns og taka upp lífsháttu foreldranna. í ísafjarðardjúpi virðist rækjan koma í litlum mæli inn í veiðina strax fyrsta haustið (svonefnd ,P~ grúppa"), en venjulega eru flestar rækjur í aflanum 1-3ja ára (Unnur

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.