Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1991, Blaðsíða 40

Ægir - 01.10.1991, Blaðsíða 40
540 ÆGIR 10/9' Dansk-íslenskar hafrann- sóknir í Noröurhafi 1987-1991 Þessi grein átti að fjalla lauslega um alþjóðahafrannsóknir í Norður- Grænlandshafi sem íslendingar tóku þátt í á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni í september ár hvert 1987-1991. Mörg þjóð- lönd tóku þátt í rannsóknunum, Bandaríkin, Kanada, Noregur, Finnland, Danmörk, Þýskaland, Pólland, Sovétríkin, Frakkland, Holland, Bretland og ísland. íslendingar unnu í nánu sambandi við Dani að þessu verkefni. Tilgangur rannsóknanna var að kanna samspil hafíss, sjávar og lofthjúps og áhrif þess á veðurfar, sjávarskilyrði og lífríki á svæðinu. Hafsvæðið á milli Austur-Græn- lands, Svalbarða eða Spitsbergen og Jan Mayen er einkar áhugavert í þessum efnum. Þar ríkja kaldir og heitir hafstraumar, hafís og djúptæk lóðrétt blöndun, allt at- riði sem standa í nánu.sambandi við lofthjúpinn. íslendingar og Danir lögðu áherslu á syðsta hluta hafsvæðis- ins, þ.e. frá Jan Mayen að Græn- landssundi (2. mynd). Það svæði hefur verið nefnt jaðarsvæði og er það hulið hafís mikinn hluta árs og berst hann hingað til lands um svæðið (3. mynd). Slóðin ereinnig mikilvæg fæðuslóð fyrir loðnu (4. mynd) og hval. Með samstilltu átaki og full- komnustu rannsóknatækjum þátt- tökuþjóðanna fengust upplýsingar sem ekki var hægt að afla sam- tímis áður. Þannig fékkst grund- völlur fyrir líkani að náttúruferlum á þessu svæði og þá að skilja betur en áður breytingar á ýmsum þáttum veðurfars, sjávarástands, hafíss og lífríkis á íslandi og íslandsmiðum. Meginþættir rannsóknanna á Bjarna Sæmundssyni voru þessir: Hita- og seltumælingar, mæl- ingar á næringarefnum og súrefnÞ Ijósmælingar, áturannsókn'T þörungarannsóknir, veður- og ha ísathuganir, mælingar á geisM' virkum efnum og súrefnis- °8 vetnissamsætum, fuglarannsókm' og síðast en ekki síst áralangar straummælingar með neðansjav arlögnum. Margar rannsóknastofnani' a íslandi og í Danmörku lögðu hön á plóginn. Á íslandi voru þa Hafrannsóknastofnunin, Veður stofa íslands, NáttúrufræðistofnjJ11 íslands, Háskóli íslands, Geisa varnir ríkisins og Landhelgisg®5 an. í Danmörku voru það: Cr*n lenska hafrannsóknastofnun|n' Háskólinn í Kaupmannahö"1' Geislavarnir ríkisins, Veðursto an og Sjómælingar ríkisins. Auk þe55 naut dansk-íslenska verkefm stuðnings frá mönnum og st0 unum í Hollandi, Noregi, Þýs'a landi, Bretlandi og Bandarikjen um. 3. mynd. Hafísbrúnin á hafinu við Island nú á tímum. Vinstri helmingur myndarinnar sýnir legu hafísbrúnarinnar ao ^rjf þ.e. minnstu útbreiðslu (I), meðallag (2) og mestu útbreiðslu (3). Hægri helmingur myndarinnar sýnir hafisinn ^ ( (j minnstu útbreiðslu (I), meðallag (2), mestu útbreiðslu (3), og auk þess mestu útbreiðslu á sögulegum tíma (4), etns 1695 (lón Eyþórsson og Hlynur Sigtryggsson 1971).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.