Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1992, Qupperneq 9

Ægir - 01.12.1992, Qupperneq 9
12/92 ÆGIR 617 um þann leiðangur hér. Stuttur leiðangur var farinn á r/s Bjarna Sæmundssyni í apríl 1992. Sá leiðangur náði aðeins til svæð- isins innan íslensku fiskveiðilög- sögunnar, en skip höfðu þá þegar hafið veiðar þar. Ekki reyndist unnt að magnmæla úthafskarfa með bergmálsaðferðum á þessum tíma vegna þess hve mikið var um truflanir frá öðrum lífverum, svo sem laxsíldum o.fl., og einnig vegna þess hve djúpt úthafskarf- inn hélt sig. Beindist leiðangurinn því fyrst og fremst að könnun á út- breiðslu úthafskarfans á þessu svæði og á þessum tíma. Virtist út- breiðsla hans ekki ná norður fyrir 65°N.br. Ennfremur stóð karfinn dýpra en þegar kemur lengra fram á vorið, enda nálægt goti. Bergmálsmælingarnar 1992 voru gerðar á r/s Bjarna Sæ- mundssyni á tímabilinu 16. júní til 7. júlí. Kannað var um 82.000 fermílna svæði milli 64°N og 57°N á 10 sniðum sem lágu í austur-vestur með um 30 sjó- mílna millibili (mynd 1). Veður var til nokkurs trafala í upphafi leiðangurs, en þó einkum í lok hans og varð að breyta nokkuð fyrirhuguðum leiðarlínum af þeim sökum. Ennfremur náði ís óvenju- langt út við suðurhluta Austur- Grænlands, sem einnig orsakaði styttingu leiðarlína. Við bergmálsmælingarnar var notuð 38 kHz SIMRAD EK500/ BI500 mælasamstæða. Til sýna- töku var notuð Gloríuflotvarpa frá Hampiðjunni (stærstu möskvar 32 m). Sjávarhiti var mældur reglu- lega og fylgst var með útbreiðslu dýrásvifs og blaðgrænu. Bergmálsmæling A könnunarsvæði r/s Bjarna Sæmundssonar gaf bergmálsmæl- ingin 1.3 milljón tonn, en það er langt t'rá því að þessi mæling nái til alls útbreiðslusvæðisins. Mynd 2 sýnir hlutfallslega útbreiðslu samkvæmt bergmálsgildum. Rétt er að benda á nokkur atriði í sam- bandi við útbreiðsluna: 1. Útbreiðsla úthafskarfans reyndist svipuð nú og í fyrra á því svæöi sem þá var kannað, þ.e. hann var þéttari vestantil á svæðinu en austantil. 2. Úthafskarfa varð vart í litlum mæli í nokkrum togum þar Mynd 2 Útbreiðsla og þéttleiki úthafskarfa eftir bergmálsgildum í leiðangrinum. 45° 40* 35° 30° 25*

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.