Ægir - 01.12.1992, Qupperneq 13
12/92
ÆGIR
621
Mynd 6
Heildarafli úthafskarfa frá upphafi veiða 1982.
Þús. tonn
I982 83 84 85 86 87 88 89 90 9I 92
mikið eða lítið sé um þá. Af rúm-
lega 4000 fiskum sem skoðaðir
voru með tilliti til þessa árin 1991
og 1992 voru um 60% með slíka
bletti í holdi. Um 35-40% voru
með það litla bletti að til lítilla
lýta verður að teljast. í 4-5%
tilvika var mjög mikið um þessa
bletti og voru þeir til verulegra
lýta á flökum. Menn hafa viljað
setja þessa bletti í holdi í sam-
band við ytri sýkingu. Ekki hefur
verið unnt að staðfesta slíkt sam-
hengi ennþá.
Fæða
Magar voru skoðaðir reglulega.
Að vanda voru flestir magar út-
hverfir (61%) og tómir (20%). Að-
eins 19% maganna voru með
innihaldi, en þar af voru fáir fullir.
Fæðan var að langmestu leyti
sviflægar marflær, en þarnæst
komu rauðátutegundir og Ijósáta.
Aðeins í fáum mögum mátti
greina leifar af smáfiski.
Djúpkarfi
Vinnuhópur á vegum Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins, sem m.a.
lagði drögin að hinni fyrirhuguðu
samræmingu rannsókna Rússa og
Islendinga, gerði ráð fyrir í áætlun
sinni að tekin yrðu nokkur djúp-
tog (á meira en 500 m dýpi) í
bergmálsmælingaleiðöngrunum.
Það var gert og togað á víð og
dreif um svæðið. I þeim öllum
fékkst djúpkarfi. Þetta staðfestir
enn frekar fyrri athuganir um til-
vist djúpkarfa í Grænlandshafi.
Mat á stofnstærð
í þessum leiðangri var kannað
nokkru stærra svæði en 1991.
Það náði þó ekki yfir nema hluta
útbreiðslusvæðisins. Rússar voru
við rannsóknir og bergmálsmæl-
ingar frá því í maí og fram undir
miðjan júlí. Þeir voru hins vegar
að mestu utan efnahagslögsögu
Islands og Grænlands og fóru að-
eins síðustu dagana inn í græn-
lenska lögsögu. Með tilliti til
tímamismunar á athugunum
þeirra og okkar var ekki unnt að
samræma mælingarnar nema að
litlum hluta. Á sama tíma og ís-
lendingar voru við mælingarnar í
sunnanverðu Grænlandshafi voru
Rússar við mælingar sunnan
57°N.br. (sjá mynd 5). Á þessu
svæði (þ.e. sunnan 57°N) mældu
Rússar um 630 þús. tonn af út-
hafskarfa. íslenska mælingin (1.3
millj. tonn) að við bættum þess-
um 630 þús. tonnum gefur því
u.þ.b. 1.9 millj. tonn á 165.000
fermílna könnunarsvæði. Þessar
rann-sóknir ná þó ekki til alls
útbreiðslusvæðis úthafskarfans.
Má þar helst um kenna tíma-
skorti, töfum vegna veðurs og
óhagstæðrar útbreiðslu íss.
Veiðarnar
Veiðar á úthafskarfa hófust
1982 og voru Sovétmenn stórtæk-
astir, en drjúgan þátt í veiðunum
næstu árin áttu Austur-Þjóðverjar,
Búlgarar o.fl. Austur-Evrópuþjóð-
ir. Hámarki náðu þessar veiðar
árið 1986 (105.000 tonn). íslend-
ingar hófu veiðar árió 1989.
Sama ár minnkaði heildarafli
niður í 37.000 tonn. Meginorsök
þessa mikla samdráttar var stór-
minnkuð sókn Sovétmanna. Rúss-
ar héldu þó veiðum áfram en afli
þeirra var kominn niður í um
6.000 tonn árið 1991. Á þessu ári
(1992) juku Rússar aftur nokkuð
sóknina og Þjóðverjar hófu veiðar
að nýju. Nákvæmar aflatölur
liggja ekki fyrir en heildaraflinn á
þessu ári lítur út fyrir að verða um
45-50 þús. tonn.
Afli Islendinga hefur stóraukist
þessi ár, eða úr um 3.200 tonnum
1989 í um 16.200 tonn í ár
(1992).
Hingað til hafa þessar veiðar
verið stundaðar á tímabilinu
apríl-ágúst. En nú hafa Þjóðverjar
haldið þessum veiðum áfram
fram eftir hausti og voru enn að í
nóvember. Bendir það til þess að
lengja megi þann tíma sem skip
geta stundað úthafskarfaveiðar.
Summary
The results of an lcelandic
acoustic survey for assessment
purposes of the oceanic Sebastes
mentella in the Irminger Sea, in
1992, are given. Some results of a
Russian survey with the same
purpose in May-July, 1992, are
mentioned. The lcelandic survey