Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1992, Side 28

Ægir - 01.12.1992, Side 28
636 ÆGIR 12/92 Hugað að afla og veiðarfærum. andi. Kaupmáttur í Tævan virðist vera að nálgast það sem víða ger- ist í Evrópu. Því þarf að kanna gaumgæfilega hvaða afuróir henta þessum markaði." Getum við lært eitthvað af Tævönum? „Já, m.a. hvernig sjávarfang þar !er gjörnýtt. Einnig hve mikla á- herslu þeir leggja á færni og þekkingu. Þar í landi sá ég glæsi- legar menntastofnanir, m.a. sjó- mannaskóla sem var einskonar blanda af sjómannaskóla og verk- menntaskóla. Miklar kröfur eru gerðar til nemenda. Þeir leggja á- herslu á að senda fólk erlendis til að afla sér menntunar og þá eink- um til Bandaríkjanna. Margar s.tofnanir eru í tengslum við sjáv- arútveg og fiskeldi. Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins þar í landi er aðeins ein af mörgum stofnun- um sem stunda rannsóknir í þágu sjávarútvegs, fiskvinnslu og fisk- eldis. Sérstakur sjávarútvegshá- skóli, með um 4.000 nemendur, kennir verkfræði, skipaverkfræði, matvælafræði o.fl. greinar sem tengjast sjávarútvegi. Aform eru uppi um að efla þennan skóla. Tævan er að mörgu leyti dæmi- gert fyrir hin nýríku lönd í Suðaustur-Asíu. Kaupmáttur fer vaxandi meðal þjóóarinnar og hún leitar í æ ríkara mæli út fyrir landsteinana eftir lífsnauðsynjum. Ríkuleg hefð í þessum löndum á neyslu fiskmetis gerir Tævani að eftirsóknarverðum samstarfsaðil- um." Sérðu þannig samstarf við þá? „Já, þeir hafa mikinn áhuga á samstarfi og telja sig geta lært mikið af okkur, m.a. í vinnslu- tækni, sjálfvirkni og stjórnun." Að mati Gríms á samstarf við Tævani ekki að byggjast á vænt- ingum um skjótan árangur heldur á að byggja upp samstarf sem horfir til lengri framtíðar. Og hvað mun svo gerast í fram- haldi af þessari ferð? Grímur hefur rætt við ýmsa aðila um að mynda samstarfshóp til starfa á þessu sviði. Áhugi er t.d. á því að ha/da málstofur um tiltekin mál í sjávar- útvegi og er Grfmur að kanna það mál um þessar mundir. Suðaustur- Asía er ákaflega áhugavert svæði. segir Grímur að lokum. Viótal: Friórik Friðriksson. II SklPAHÖhfiljhr TÆKNIÞJÓNUSTA ★ SKIPAHÖNNUN ★ VERKLÝSINGAR ★ KOSTN AÐ ARÁÆTLANIR ★ VERKEFTIRLIT ★ HALLAPRÓFUN STÖÐUGLEIKAÚTREIKNINGAR Hl 5klPRHÖhhlilir v/Arnarvog P O Box 202 210 GarOabc lcaland Tll 91-651700 CONSULTING NAVAL ARCHITECTS AND MARINE ENGINEERS Teieiax 3S4(i) 652040 SKIPA- OG VÉLTÆKNIFR. — RADGJOF

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.