Ægir - 01.12.1992, Qupperneq 56
REYTINGUR
Nílarkarfi
Nílarkarfi er afrískur ferskvatns-
fiskur. Hann er áð finna í ám og
vötnum Mið-Afríku, aðallega í
Viktoríuvatni. Hann getur orðið
allt að 150 kg og 2 metra langur.
Ræktun á Nílarkarfanum mun
aukast í náinni framtíð, framboð
aukast og sölumöguleikar á
heimsmarkaði. Ennþá hefur Níl-
arkarfinn ekki verið nýttur sem
skyldi til útflutnings, en minna en
10% af honum er flutt út. Vöru-
gæði og stöðugleiki í framboði
eru háð breytingum í flutninga-
kerfi landanna sem rækta hann.
Nílarkarfinn hefur verið kynntur á
mörgum mörkuðum, fyrst í byrjun
sjöunda áratugarins, en hefur enn
ekki fengið fulla viðurkenningu
sem markaðsvara.
Ræktunin er aðallega í Kenýa,
Tansaníu, Úganda, eða meðfram
Viktoríuvatni, en Nílarkarfi finnst
einnig í Nígeríu. Tansanía hefur
lengstu strandlengjuna og bestan
aðgang að auólindinni, en Kenýa
hefur besta flutningakerfið til
stuðnings útflutningi. Um þessar
mundir þykir Nílarkarfinn frá
Kenýa bestur, en það gæti breyst
þar sem Tansanía og Úganda
þróa sama útflutningsiðnað.
Landanir hafa tvöfaldast frá árinu
1986 og námu 327.000 tonnum
árið 1990. Þessi tala getur verið
hærri eða lægri í raunveruleikan-
um vegna skorts á réttum upplýs-
ingum. Arlegur hámarksafli gæti
numið yfir 450 þús. tonnum.
Markaður fyrir Nílarkarfa hefur
verið í Hollandi, Belgíu, Grikk-
landi, Frakklandi, Þýskalandi, ís-
rael, Japan, Singapúr, Hong Kong
og Bandaríkjunum.
Fiskholdið á Nílarkarfarnum er
hvítt. Minni Nílarkarfinn (undir
12 kg) er mildari og hvítari, lík-
Hér getur að líta Nílarkarfa.
lega ágætur fyrir bandaríska neyt-
endur. Stærri karfinn ætti að vera
eftirsóttari í Japan þar sem hann
er fituríkari. Útflutningsfyrirtæki
kaupa helst 3 til 5 kg fisk. Mestur
útflutningur er á flökurn, aðallega
frystum, roðflettum og úrbeinuð-
um. Omega3 fitusýrur eru í ríkum
mæli í fiskinum og líkist hann
grálúðu að því leyti.
Verð á Nílarkarfa hefur verið
breytilegt í Evrópu þar sem gæði
fisksins hafa verið misjöfn. I Belg-
íu var verð á Nílarkarfa frá 3$/kg í
10$/kg fyrir fryst flök. Verð í
Þýskalandi og Bandaríkjunum hef-
ur verið í kringum 5$/kg sl. tvö ár.
Takmarkaður árangur hefur
orðið af kynningu á Nílarkarfan-
um, aðallega vegna skorts á gæð-
um þar sem mikill útflutningur
var í upphafi án viðeigandi fyrir-
hyggju. Nú er unnið að því að
auka gæðin og koma á stöðugu
framboði. Ef nýting Nílarkarfans
verður með skynsamlegum hætti
þá gæti vel hugsast að hann verði
góður valkostur á heimsmörkuð-
um þegar skortur er á öðrum
líkum fisktegundum.
Vinnsta á Nílarkarfa.