Ægir - 01.09.1993, Page 24
Fœreyingar fagna hér nýju glœsilegu skipi. En gleðin
reyndist skammvinn.
og við neyddumst oft til að gefa vill-
andi upplýsingar um verð þótt það
væri brot á lögum. Við gátum t.a.m.
gert samning um lítið magn á góðu
verði, en áttum þá jafnan á hættu að
stjórn Hráefnissjóðs, sem hafði njósn-
ara í öllum frystihúsum til að fylgjast
með framleiðslunni, legði þetta verð
til grundvallar öllu hráefninu."
Danskir ríkisstyrkir
Stjórnmálamenn sáu fljótt hvað
verða vildi og ræddu oft um nauðsyn
þess að breyta skipulaginu en lítið
varð um framkvæmdir. Haft var fyrir
satt að enginn þeirra þyrði að hreyfa
við styrkjakerfinu því þá ætti hann a
hættu að tapa í næstu kosningum- A
Suðurey og Sandey voru 3 stór frysti-
hús sem framleiddu eingöngu blokk-
Fyrir bragðið var nær öll fiskvinnsla a
þessum eyjum um langt árabil á frani'
færi opinberra sjóða. Fyrir framleiðsl-
una var greitt með tekjum af þorski og
ýsu sem línubátar í Norður-Færeyjun1
fluttu að landi. Aðalatvinnuvegur
þjóðarinnar elti þannig skottið á sjálf-
um sér árum saman og danskir ríkis-
styrkir hjálpuðu til við að viðhalda
þeirri almennu blekkingu að raun-
veruleg verðmætasköpun færi fram 1
landinu. Landssjóður var einnig kom-
inn í alvarlega sjálfheldu. Þegar eitt
sinn var búið að kaupa skipin með að-
stoð hins opinbera var erfitt að skera
niður fjárveitingar til Hráefnissjóðs.
Það hefði einfaldlega þýtt að skipi°
misstu eina mikilvægustu tekjulind
sína og færu á hausinn og það þýddi
aftur að landssjóður, sem átti veð •
skipunum, tapaði miklum fjárhæðum-
Nær allir togarar sem keyptir voru a
síðasta áratug fóru að endingu á nauð-
ungaruppboð og færeyskur almenn-
ingur stendur nú uppi með tuga millj"
arða króna tap vegna þeirrar offjárfest-
ingar í sjávarútvegi sem var bein af-
leiðing af styrkjapólitíkinni.
Stöðugur halli á fjárlögum
Nokkur dæmi má nefna um hvað
þessi pólitík kostaði landsmenn 1
beinhörðum peningum. Á síðasta ára-
tug fóru að jafnaði tæp 20% af árleg'
um tekjum landssjóðs til að halda
uppi fiskvinnslu á eyjunum. Styrkrr
voru misjafnir frá ári til árs en hækk-
uðu alltaf í kosningaárum. Sem dæm1
má nefna að um þriðjungur af tekjum
landssjóðs fór til slíkra styrkja kosn-
ingaárið 1984 og 23% kosningaári^
390 ÆGIR SEPTEMBER 1993