Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Page 5
Gunnar Eydal hdl.:
SKYLDUR VINNUVEITANDA OG STARFSMANNS
I.
Efni það, sem hér er til umræðu, er nefnt skyldur vinnuveitanda og
starfsmanns. Nær það yfir mjög stórt svið, og er ekki alveg vandalaust
að takmarka það við þann ræðutíma, sem mér er ætlaður. 1 þeim til-
gangi að takast megi að draga upp nokkra heildarmynd af skyldum
vinnuveitanda og starfsmanns, mun ég í stuttu máli fjalla um helstu
atriði, sem hér koma til álita.
Andstæðan við skyldur eru réttindi, skyldur vinnuveitanda eða
starfsmanns eru spegilmynd af réttindum hins. Til þess að framsetning
megi vera skýrari, mun ég ræða málið fyrst og fremst út frá stöðu
starfsmannsins, og verður fyrst rætt um skyldur starfsmanna og síðar
um réttindi.
II. SKYLDUR STARFSMANNA. VINNUSKYLDAN
Meginskylda starfsmanns er vinnuskyldan, þ. e. sú skylda hans að
inna af hendi þau verk, sem hann hefur skuldbundið sig til, og gera
það á þann hátt, að viðunandi megi teljast með tilliti til allra aðstæðna,
svo sem menntunar eða sérþjálfunar, vinnuaðstöðu o. fl. Þegar starfs-
maður er ráðinn til starfa, er um það samið, að hann skuli gegna til-
teknum störfum eða verksviði. I fæstum tilfellum mun þó vera gerður
skriflegur samningur um þetta, heldur mun oftar byggt á munnlegum
fyrirmælum eða venjum, sem skapast hafa um hið tiltekna starf.
Þannig er það meginregla, að starfsmanni verði ekki gert að vinna
verk, sem fellur utan við það verksvið, sem starfinu tilheyrir, nema
samkomulag verði um annað milli vinnuveitanda og starfsmanns. Þó
að sama ábyrgð sé fólgin í hinu nýja starfi og því fylgi sömu laun og
hinu fyrra, þarf starfsmaður ekki að samþykkja breytingu á verk-
131