Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Blaðsíða 8
skal þó haga vinnu þannig, að verkamenn geti notið hvíldartímans
samanlagt á þrem sólarhringum.
Samkv. 29. gr. gilda sérákvæði um bifreiðastjóra, sem flytja fólk
að staðaldri, og um stjórnendur véla, sem mönnum getur stafað sér-
stök hætta af, en þeir skulu að jafnaði ekki hafa lengri vinnutíma
en 12 tíma á sólarhring.
Eins og að framan greinir miðast 28. grein laganna við verkamenn,
en í annarri grein segir, að verkamaður í lögum þessum merki hvern
þann mann, karl eða konu, sem vinnur utan heimilis síns í annars
manns þjónustu. Ákvæði 28. greinar nær því til allra launþega, sem
vinna utan heimilis í þjónustu annarra, og er hér því um almennt
verndarákvæði að ræða.
Rétt er að vekja athygli á því, að í lögunum er orðið verkamaður
skilgreint mjög rúmt. 1 daglegu máli merkir verkamaður þá starfs-
menn, sem vinna svokallaða verkamannavinnu, þ. e. vinnu sem starfs-
svið stéttarfélaga verkamanna nær til, svo sem Dagsbrúnar, Fram-
sóknar og Sóknar. 1 lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1988
er orðið verkamaður hins vegar notað um þá, sem lögin ná til, en þau
ná almennt til launþega, sem ekki starfa í þjónustu hins opinbera.
Samkv. framangreindum lögum nr. 23/1952 um öryggisráðstafanir á
vinnustöðum, er hins vegar orðið verkamaður notað um alla launþega.
Hér er um varasama þróun að ræða, þar sem sama orðið er notað í
mjög mismunandi merkingum. Er þetta ekki síst óheppilegt, þar sem
hér er um að ræða lög, sem ætla má, að launþegar og sérstaklega trún-
aðarmenn stéttarfélaga kynni sér, enda er þeim nauðsynlegt að kunna
nokkur skil á þeim lögum, sem um vinnuréttinn fjalla.
Varðandi yfirvinnuskylduna er loks rétt að vekja athygli á 31. grein
laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, þar
sem segir, að starfsmönnum sé skylt að vinna þá yfirvinnu, sem yfir-
boðarar telja nauðsynlégt. Þó er engum starfsmanni, nema þeim, er
gegnir lögreglustörfum eða almennri öryggisþj ónustu, skylt að vinna
meiri yfirvinnu í viku hverri en nemur þriðjungi af lögmætum viku-
legum vinnutíma. Vinnuvernd opinberra starfsmanna varðandi yfir-
vinnu er þannig allmiklu meiri en annarra launþega, en mjög fátítt
mun þó vera, að opinberir starfsmenn eða stéttarfélög þeirra beri
ákvæði þetta fyrir sig.
Störf í þágu annarra vinnuveitenda.
Þá verður að því vikið, hvort vinnuveitandi geti gert kröfu til þess,
að starfsmaður vinni ekki í þjónustu annarra vinnuveitenda. Um slíkt
134