Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Side 9

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Side 9
er að sjálfsögðu ekkert almennt ákvæði í lögum, enda mundi þar vera um að ræða of mikla skerðingu á atvinnufrelsi manna. Almenna reglan er því sú, að starfsmönnum er heimilt að vinna í þjónustu annarra, eftir því sem við verður komið. Sem kunnugt er, er þó að finna und- antekningu frá þessari reglu, en hér er átt við bann við málflytjenda- störfum lögfræðinga, sem starfa við embætti dómara, lögreglustjóra, tollstjóra, ríkisskattstj óra, ríkissaksóknara eða í stjórnarráðinu, sbr. reglur nr. 32/1971. Hér má einnig benda á 2. mgr. 34. gr. 1. nr. 38/1954, en þar segir, að áður en ríkisstarfsmaður stofnar til atvinnurekstrar, tekur við starfi í þjónustu annars aðila en ríkisins gegn varanlegu kaupi eða tekur sæti í stjórn atvinnufyrirtækis, beri honum að skýra viðkom- andi stjórnvaldi frá því, sem síðan metur, hvdrt aukastarf það, sem um ræðir, telst samrýmanlegt stöðu ríkisstarfsmannsins. Þess ber að geta, að oft er kveðið svo á í ráðningarsamningum, að starfsmaður skuldbindi sig til að vinna aðeins í þágu viðkomandi vinnu- veitanda. Einnig finnast dæmi um slíkt í kjarasamningum, og má þar nefna kjarasamning Verkfræðingafélags fslands við Reykjavíkurborg, þar sem laun eru allmiklu hærri hjá þeim, sem skuldbinda sig til þess að starfa aðeins í þágu Reykjavíkurborgar. Undantekningar frá vinnuskyldunni. Eins og að framan greinir er það meginskylda starfsmanns að skila því verki, sem hann hefur skuldbundið sig til með ráðningu sinni í starfið. En frá vinnuskyldunni eru hins vegar margar og veigamiklar undantekningar. Sjúkdómstilfelli. Ein veigamesta undantekningin frá vinnuskyldunni eru veikindafor- föll. Þar er meginreglan sú, að starfsmáður á rétt á að halda launum sínum í ákveðinn tíma, ef til veikinda kemur. Með veikindaforföllum er átt við, að starfsmaður geti ekki stundað vinnu sína á fullnægjandi hátt vegna veikinda og/eða að það sé hættulegt eða óheppilegt fyrir heilsu hans að gegna stai’finu að svo stöddu. Veikindaforföll geta aðeins náð til starfsmannsins sjálfs. Þó má sennilega jafna því til veikindaforfalla, ef smitnæmur sjúkdómur er á heimili starfsmanns, sem veldur því, að hann þurfi að vera í sóttkví. Hins vegar er það almennt ekki viðurkennt sem veikindaforföll starfsmanns, ef hann getur ekki mætt til vinnu vegna veikinda á heimilinu. Sem dæmi má nefna, að það veitir einstæðum foreldrum 135

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.