Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Blaðsíða 12
fyrirskipunum vinnuveitandans um framkvæmd og tilhögun vinnunn-
ar verður starfsmaður að hlýða. Samkvæmt dönskum vinnurétti, sbr.
5. gr. í samkomulagi aðila danska vinnumarkaðarins frá 1908, sem
nefnist Norm for regler for behandling af faglig strid, er talið, að í
tveimur tilfellum geti starfsmenn lagt niður vinnu fyrirvaralaust, án
þess að um ólöglegt verkfall sé að ræða: 1 fyrsta lagi, ef heilbrigðis-
eða öryggisbúnaði á vinnustað er svo áfátt, að veruleg slysahætta eða
óhollusta er fyrir hendi. í öðru lagi, ef launagreiðslur falla niður.
Ekki eru ákvæði um framangreind atriði í íslenskum lögum, en
vafalaust verður að telja, að fyrra atriðið eigi fyllilega við hér, þ. e. ef
öryggisútbúnaði er áfátt. Spuiming kann aftur á móti að vera um
síðara atriðið, þ. e. hvort starfsmaður getur lagt fyrirvaralaust niður
vinnu, ef greiðslufall verður á launum hans. Fái starfsmaður ekki
laun sín greidd, er veruleg forsenda hans brostin fyrir áframhald-
andi vinnu, og er því heimilt að leggja niður vinnu. Þó verður að
telja hæpið, að réttur til vinnustöðvunar sé fyrir hendi, ef aðeins
er um óverulegan hluta launa að ræða, a. m. k. ekki nema greiðslu-
dráttur sé verulegur.
IV. RÉTTINDI STRFSMANNA
Hér að framan hefur verið fjallað um skyldur stafrfsmanna. Einnig
hefur verið fjallað um réttindi starfsmanna eftir því sem tilefni var
til. Hér verður að lokum fjallað um nokkur mikilvæg atriði, sem varða
réttindi starfsmanna.
Rétturinn til launa.
Mikilvægasti réttur starfsmannsins er að fá laun fyrir vinnu sína.
Launafjárhæðin fer í flestum tilfellum eftir kjarasamningi, en skv.
1. gr. 1. nr. 9/1974 um starfskjör launþega o. fl., skulu laun og önnur
starfskjör, sem aðilar vinnumarkaðarins semja um, vera lágmarks-
kjör fyrir alla launþega í viðkomandi starfsgrein á svæði því, sem
samningurinn tekur til. Jafnframt skulu ógildir samningar einstakra
launþega og vinnuveitenda um lakari kjör en hinir almennu kjara-
samningar ákveða. Ussing telur (sjá Enkelte Kontrakter, 45. gr.) að
ef svo standi á, að hvorki kjarasamningur, vinnusamningur né önnur
ákvæði skeri úr um, hver launafjárhæðin eigi að vera, skuli vinnu-
veitandinn greiða það sem starfsmaðurinn setji upp, svo fremi að
það sé innan sanngirnistakmarka. Spurning getur verið, hvernig með
skuli fara, ef starfsmaður vinnur annað verk en ætlast er til af hon-
um og honum er lagt fyrir, eða hann vinnur yfirvinnu án þess að
138