Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Page 14
eða reglugerð. Skilyrði fyrir aðild að lífeyrissjóði eru gjarnan þau, að um fastan starfsmann sé að ræða. Hinn 4. mars 1974 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 9/1974 um starfskjör launþega o. fl. Skv. 2. grein þeirra laga er öllum launþegum rétt og skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar eða starfshóps. Jafnframt er vinnuveitanda skylt að halda eftir af launum starfsfólks síns iðgjaldshluta þess og standa viðkomandi líf- eyrissjóði skil á honum, ásamt mótframlagi sínu skv. reglum þeim, sem settar eru um iðjaldagreiðslur í reglugerð viðkomandi sjóðs. Hér er um að ræða ákvæði, sém gengur í berhögg við lög og reglu- gerðir hinna ýmsu lífeyrissjóða. Sem dæmi má nefna, að skv. lögum nr. 29/1963 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins er tæmandi talið í 3. gr., hverjir eiga rétt á aðild að sjóðnum, en skilyrði þess eru m. a., að starfsmaður taki föst laun, sé ráðinn ekki skemmri tíma en eitt ár eða með 3ja mánaða uppsagnarfresti, enda taki hann ekki minna en hálf laun, er starfinu fylgja miðað við fullan vinnutíma. Af þessu er ljóst, að allstór hópur starfsmanna fær ekki aðild að sjóðnum, þar sem þeir uppfylla ekki skilyrði 3. greinar. Þá vaknar sú spurn- ing, hvernig 2. gr. laga um starfskjör launþega verði skýrð með tilliti til aðildarréttar að hinum ýmsu lífeyrissjóðum. Þó það sé almenn lög- skýringaregla, að eldri lög beri að skýra með hliðsjón af yngri lögum, verður ekki litið svo á, að 2. gr. 1. nr. 9/1974 breyti neinu um aðildar- rétt að einstökum lífeyrissjóðum. Spurning er því, hvoi’t hér sé aðeins um stefnuyfii’lýsingu löggjafans að í-æða. Fjái’málai’áðuneytið hefur brugðist þannig við máli þessu, að settur hefur verið á stofn svo- kallaður biðreikningur. Fyrir skömmu (9. október 1974) var bii’tur úr- skurður fjái’inálai’áðuneytisins um sérstakan biðreikning, sem nefnist: „Úrskurður um kaup lífeyi’isi’éttinda þein-a stai’fsmanna í’íkisins, sem ekki eiga aðild að lögbundnum lífeyi’issj óðum stai’fsmanna rík- isins eða öðx’um lífeyrissjóðum, er stai’fa skv. reglugerðum, er fjár- málai’áðuneytið hefur staðfest.“ 1 úrskui’ðinum segii’, að með hliðsjón af 2. gr. laga nr. 9/1974 hafi ráðuneytið ákveðið, að allir stai’fsmenn ríkisins, sem taki laun skv. launakei’fi þess og eru á aldi’inum 16 til 70 ára og eigi ekki aðild að lögbundnum lífeyi’issjóðum stai’fsmanna ríkisins eða öði’um lífeyi’is- sjóðum, er stai’fa skv. reglugei’ðum, sem fjái’málaráðuneytið hefur staðfest, skuli gi’eiða iðgjald, er nemi 4,25% af föstum launum sín- um, inn á sérstakan biðreikning hjá ríkissjóði. Vinnuveitandi greiði mótframlag, sem nemi 6% af föstum launum stai’fsmannsins inn á biðreikning þennan. 140

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.