Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Side 17

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Side 17
7. Að hafa samvinnu við vinnuveitendafélög annarra landa um hags- munamál vinnuveitenda. Af framansögðu sést, að Vinnuveitendasamband Islands lætur sig varða hin margvíslegustu málefni, enda hefur sýnt sig, að ærin verk- efni og brýn hafa ávallt verið fyrir hendi. 1 samræmi við tilgang félagsins um uppbyggingu almenns vinnu- veitendafélags segir svo um hverjir geti orðið félagsmenn í 3. gr. f élagslaganna: 1. Félög vinnuveitenda í ákveðinni atvinnugrein (sérgreinarfélög). 2. Almenn vinnuveitendafélög á tilteknum stað (héraðafélög). 3. Einstakir vinnuveitendur, eða svokallaðir beinir meðlimir, yfir höf- uð stór fyrirtæki með margar starfsstéttir í þjónustu sinni. Rétt er að taka fram,að skv. 3. gr. c í lögum VSl getur enginn orðið félagsmaður, ef hann er félagi í verkalýðsfélagi eða öðru launþega- félagi, og enginn félagsmaður má ganga í slíkt félag. I Vinnuveitendasambandinu voru um áramótin 1973—1974 alls 1774 virkir félagsmenn og auk þess 113 aukafélagar. Skiptast þeir þannig skv. skilgreiningu félagslaganna: 1. Beinir félagsmenn.......................................... 100 2. Félagsmenn í sérgreinarfélögum.............................1518 Sérgreinarfélögin eru þessi: Meistarafélag húsasmiða Málarameistarafélag Reykj avíkur Félag píplagningameistara Múrarameistarafélag Reykj avíkur Barði Friðriksson lauk embættisprófi 1949 og varð hæstaréttarlögmaður 1966. Hann hóf störf hjá Vinnuveitendasambandi íslands sama ár og hann lauk lagaprófi, og frá 1953 hefur hann verið skrifstofustjóri þess. Barði hefur sinnt margs konar félagsmálum og verið í ýmsum nefndum um vinnurétt o. fl. Erindið, sem hér birtist, var flutt á námskeiði Lögfræðingafélags íslands um vinnurétt 18. maí s.l. Á námskeiðinu var einnig fiutt erindi um Alþýðusamband is- lands, og verður það birt síðar hér í tímaritinu. 143

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.