Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Side 18
Félag löggiltra rafverktaka í Reykjavík
Landssamband íslenskra rafverktaka
Málm- og skipasmiðjasamband Islands
Samtök íslenskra verktaka
Landssamband íslenskra útvegsmanna
Félag íslenskra iðnrekenda
Apótekarafélag Islands
Félag gleraugnaverslana
Félag þvottahúsaeigenda
Félag skrúðgarðyrkjumeistara
Fisksalafélag Reykjavíkur og Hafnarfj arðar
Hárgreiðslumeistarafélag Islands
3. Félagsmenn í héraðafélögum eru alls...................... 156
Héraðafélögin eru þessi:
Vinnuveitendafélag Akraness
— Mýrasýslu
— Breiðafjarðar
— Vestfjarða
— Siglufjarðar
— Akureyrar
— Raufarhafnar
— Seyðisfjarðar
— Vestmannaeyja
— Suðurnesja
— Grindavíkur
1 kaflanum hér að framan hef ég í stórum dráttum reynt að gera
grein fyrir skipulagi Vinnuveitendasambands Islands. Þess má geta,
að framan af var sambandið fyrst og fremst byggt upp af beinum
meðlimum, en nú virðist þróunin ákveðið stefna í þá átt, að það verði
heildarsamband fyrir landssambönd í ákveðnum atvinnugi’einum.
Hér á eftir mun ég gera grein fyrir þeim reglum eða lögum, sem
Vinnuveitendasamband Islands starfar eftir.
Lögmætir sambandsfundir hafa æðsta vald í öllum málefnum sam-
bandsins og vísast þar um einkum til R-liðar í 8. gr. sambandslaganna.
Stjórn sambandsins, sem kjörin er á aðalfundi, skal skipuð 30 til 40
félagsmönnum, og ákveður aðalfundur tölu stjórnenda hverju sinni
innan þessara takmarka. Stjórnendur eru kosnir til 3 ára í senn, svo
að um það bil Vá af stjórninni (fulltrúaráðinu) er kosinn árlega.
144