Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Page 22

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Page 22
Frá Lögmaimafélagi Islaiids FÉLAGSFRÉTTIR SKRIFSTOFA FÉLAGSINS er nú opin alla virka daga nema laugardaga, frá kl. 9—12 daglega, nema á miðvikudögum kl. 13—17. Skrifstofan er til húsa að Óðinsgötu 4, en þar eru haldnir stjórnarfundir hvern miðvikudag kl. 17—19. FJÖLRITUN HÆSTARÉTTARDÓMA Stjórn L.M.F.i. hefur bryddað upp á þeirri nýjung að gefa út fjölritaða dóma hæstaréttar. Ætlunin er, að þeir verði gefnir út 5—8 sinnum á ári. Hefur nýbreytni þessi mælst vel fyrir hjá lögmönnum, enda er þeim ærin nauðsyn að fá vitneskju um dóma hæstaréttar nokkurn veginn jafnóðum og þeir falla. Vægt áskriftargjald verður innheimt upp í kostnaðinn við útgáfuna. ÁBYRGÐARSJÓÐUR LÖGMANNA Nýlega var kjörin ný undirbúningsstjórn Ábyrgðarsjóðs L.M.F.Í., til að halda áfram undirbúningi að stofnun sjóðsins og setja honum reglur. Þessir voru kosnir: Hörður Einarsson hrl. (formaður), Ágúst Fjeldsted hrl. og Sveinn Snorrason hrl. Ábyrgðarsjóðir eru nú starfandi á þremur Norðurlandanna, þ.e. Noregi, Svíþjóð og Danmörku. I Finnlandi hefur á hinn bóginn ekki náðst samstaða um stofnun siíks sjóðs. Tekjur væntanlegs ábyrgðarsjóðs eru helm- ingur málagjalda. NÁMSSJÓÐUR L.M.F.Í. Nýlega var á stjórnarfundi í L.M.F.Í. kosin ný stjórn námssjóðs félagsins. Þessir voru kosnir: Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., Árni Guðjónsson hrl. og Sigurður Georgsson hdl., en til vara Hákon Árnason hrl., Skúli J. Pálma- son hrl. og Benedikt Guðbjörnsson hdl. Tilgangur Námssjóðs L.M.F.Í. er sá að efla framhaldsmenntun lögfræðinga með beinni styrkveitingu til einstakra lögfræðinga og með fjárframlögum til fræðslufunda og námskeiða lögfræð- inga og á annan hátt, svo sem nánar er ákveðið í skipulagsskrá. Tekju- stofn námssjóðs er 20% af málagjöldum. i sambandi við námssjóð L.M.F.Í. er rétt að vekja athygli á því, að lögmenn á Norðurlöndum halda uppi víð- tækri fræðslustarfsemi með námskeiðahaldi um hin óskyldustu efni lögfræði og lögmennsku. Þannig hélt danska lögmannaráðið 12 námskeið í haust. SAMSKIPTANEFND L.M.F.Í. VIÐ ERLEND LÖGMANNASAMTÖK var skipuð á stjórnarfundi nýlega. í henni eiga sæti hæstaréttarlögmennirnir Benedikt Biöndal, Ragnar Aðalsteinsson og Skúli Pálsson. Hlutverk nefnd- 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.