Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Side 25
Ari Þorgilsson hinn fróði, sem Snorri Sturluson segir svo um, að ritaði
fyrstur manna hér á landi á norrænu máli fræði, bæði forna og nýja, ritar
svo í islendingabók, sem er stutt ágrip af sögu íslands frá 870—1118:
„Hið fyrsta sumar, er Bergþór sagði lög upp, var nýmæli það gert, að lög
vor skyldi skrifa á bók að Hafliða Mássonar of veturinn eftir, að sögn og um-
ráði þeirra Bergþórs og annarra spakra manna, þeirra er til þess voru teknir.
Skyldu þeir görva nýmæli þau öll í lögum, er þeim litist þau betri en hin
fornu lög. Skyldi þau segja upp hið næsta sumar eftir í Lögréttu og þau öll
halda, er hinn meiri hluti manna mælti þá eigi gegn. En það varð fram að
fara, að þá var skrifaður Vígslóði og margt annað í lögum og sagt upp í Lög-
réttu af kennimönnum of sumarið eftir, en það líkaði öllum vel, og mæíti því
manngi í gegn.“
Ari fróði skrifar enn fremur: „íslendingabók gerði ég fyrst biskupum vorum,
Þorláki og Katli.“ Hinn síðarnefndi er Ketill Þorsteinsson, biskup að Hólum,
sem Hafiiði Másson á Breiðabólstað átti rikastan þátt í, að fengi biskupstign.
Fræðimenn telja nokkuð öruggt, að fram að þessum tíma hafi lög eigi verið
skráð á íslandi, nema ef vera skyidi sá lagaþáttur, sem nefnd voru Tíundar-
lög og sett voru árið 1096 að ráði Gizurar ísleifssonar biskups, en hann var
föðurbóðir Rannveigar, síðari konu Hafliða Mássonar.
Prófessor Ólafur Lárusson bendir á það í kaflanum um Grágás í bók sinni,
„Lög og saga“, að þessi skráning laganna að Breiðabólstað hafi verið þýð-
ingarmikill atburður í sögu þjóðarinnar. Varðveisla laganna hafi orðið auð-
veldari og öruggari en áður, er þau höfðu verið færð í letur. i kjölfar Hafiiða-
skrár, en svo var fyrsta handrit laganna nefnt, kom skrásetning Kristinréttar
stuttu siðar. Frumritin voru síðan gjarnan afskráð til afnota fyrir áhugamenn,
og til þess gat komið fyrr eða síðar, að afritin yrðu ósamhljóða, en það
sýnir best gildi Hafiiðaskrár fyrir síðari tíma, eftir því sem segir í konungs-
bók Grágásar, að sett voru ákvæði um það, hvernig fara skyldi að um það,
er skrár skildi á. Ef allt um þryti skyldi (Dað allt hafa, er fyndist í skrá þeirri,
er Hafliði lét gera, nema þokað væri síðan.
Þó að Hafliðaskrá sé löngu glötuð, eru til handrit og handritabrot af lögum
frá Þjóðveldistímanum, sem fundist hafa síðan, og má þá aðallega nefna
Konungsbók og Staðarhólsbók, einu nafni Grágás. Þýskur fræðimaður hefur
sagt. að Grágás væri risafuglinn meðal germanskra lögbóka miðaldanna, og
þá er rétt hægt að gera sér í hugarlund, hve Hafliðaskrá hefur verið merkur
áfangi á sínum tíma.
Prófessor Ólafur Lárusson telur, að Hafiiðaskrá hafi ekki einungis haft að
geyma skrásetningu á þeim lögum, sem þá giltu, heldur hafi laganefndin,
hver sem hún var, notað sér umboðið til þess að endurskoða lög landsins
( heild. Hafliðaskrá hafi verið grundvöllur aðalhandritanna tveggja, Konungs-
bókar og Staðarhólsbókar, og stofn þeirra texta, sem nú eru til í Grágás.
Af þessu má Ijóst vera, að hér á Breiðabólstað hefur mikið hugverk verið
unnið veturinn 1117—1118, og mun það standa um aldir.
Því er það eigi að ófyrirsynju, er Sigurður Ólason hrl. kom fram með þá
tillögu á almennum fundi í Lögmannafélagi íslands í nóvembermánuði s.l.,
að stjórn félagsins hugaði að því að minnast 1100 ára afmælis byggðar á
íslandi með því að láta gera minningarskjöld um fyrstu skráningu íslenskra
laga og setja upþ hér á Breiðabólstað. Félagsstjórn tók þetta mál þegar
upp til athugunar, og að fengnu samþykki ábúenda jarðarinnar og dóms-
151