Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Qupperneq 26
og kirkjumálaráðuneytisins, sem er vörsiuhafi kirkjueigna ríkisins, svo og
eftir að fengist hafði fjárveiting á aðalfundi Lögmannafélags islands 1974,
hrinti stjórnin hugmyndinni í framkvæmd, og þá með þeim hætti að láta reisa
áletraðan steindrang í landi Breiðabólsstaðar. Steiniðja S. Helgasonar h/f
í Reykjavík sá um af smekkvísi að velja dranginn og flytja hann austan úr
Gnúpverjahreppi og áletra hann í Reykjavík eftir fyrirsögn okkar og síðan að
koma honum fyrir hér nyrðra á stað, sem stjórn Lögmannafélagsins valdi.
Þetta var eins konar innskot.
Ég vil áður en lengra er haldið víkja nokkuð til fróðleiks að goðorðsmann-
inum, sem bjó hér, þegar Hafliðaskrá var færð í letur á sinni tíð.
Allir kunna söguna um endalok deilu þeirra höfðingjanna tveggja, Þorgils
Oddasonar á Staðarhóli vestur og Hafliða Mássonar að Breiðabólstað, en
sá atburður var nokkrum árum eftir að skráin var gerð. Það er kaldhæðnis-
legt, ef til vill, að aðeins fáum árum eftir að lög höfðu verið skrásett á íslandi
að Breiðabólstað, skyldi Hafliði Másson verða annar aðilinn að því, að svo
mikil þröng var að dómum á Alþingi, að ekki var mál þá að lögum dæmt
eins og orðað er í Kristnisögu. Þrátt fyrir það að Þorgils var dæmdur sekur
skóggangsmaður, vegna þess að hann særði Hafliða á hendi, var ekki að
gert um sök hans að sinni.
Getið er þess, að Hafliði bar öxi á þingstað þrátt fyrir aðvörun konu sinnar.
Þorgils var einnig með öxi og tókst að höggva hinn lengsta fingur af hönd
Hafliða og í sundur köggulinn á hinum minnsta fingri og þeim er þar bar
í millum á hendinni, sem hélt um axarskaftið. Þó segir svo í Kristnisögu:
,,Þá var svo lítill vopnaburður, að aðeins ein stálhúfa var á Alþingi, og reið
drjúgum hver bóndi til þings, sem þá var á Islandi." Má af því ráða ,svo
og af aðvörunum og fortölum ágætra manna, til þess að koma á friði og
sáttum milli Þorgils og Hafliða, sem og tókust, að lög og réttur hafa á þessum
tíma verið í heiðri haldin í hugum almennings. Má ef til vill þakka það hinni
nýju skrásetningu laganna og endurskoðun, enda má fullyrða, að lög og réttur
er slík undirstaða hvers þjóðfélags, að vér Islendingar héldum eigi nú hátíð-
legt 1100 ára afmæli Islandsbyggðar, sem sjálfstæðs þjóðfélags, ef vér hefðum
eigi átt frábæra lagamenn á liðinni tíð, þó að stundum hafi snurður á hlaupið
um framkvæmdina.
Um Hafliða Másson segir svo í Sturlungu: „Hann var forvitri og góðgjarn
og hinn mesti höfðingi.“ Forfaðir Hafiiða Mássonar í beinan karllegg var
Ævar sá, er renndi skipi í Blönduós og nam land í Langadal. Þess vegna
fór Hafliði Másson með Æverlingagoðorð. Hafliði var ekki einungis valda-
maður sjálfur, heldur var hann tengdur hinum voldugustu höfðingjum lands-
ins, einkanlega að sunnan og vestan. Faðir hans dvaldist um skeið suður í
Miklagarði og móðurbróðir fyrri konu hans, Halldór Snorrason, dvaldist þar
einnig samtímis. Á uppvaxtarárum síðari konu hans í Haukadal, Rannveigar
Teitsdóttur, var þar rekinn skóli, og fósturbróðir hennar var sjálfur Ari Þor-
gilsson hinn fróði. Sagt er, að hún hafi verið vitur kona og vel að sér um
margt.
Því má öruggt þykja, að mikil víðsýni hafi ríkt hér og mikil menning að
Breiðabólstað í tíð Hafliða, og eigi má gleyma því, að talið er, að hann hafi
átt sinn þátt í því, að Hólastóll var valinn til biskupsseturs. Að minnsta kosti
er það staðreynd, að eigandi Hóla í Hjaltadal, lllugi Bjarnason, gaf upp eign-
152