Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Qupperneq 28

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Qupperneq 28
styðja dranginn sjálfan, sem er rúmlega tveir metrar á hæð ofan fótstalls, og einhver lögfræðingur lét orð falla við mig, er hann heyrði um fyrirkomu- lagið, að þetta væri höndin Hafiiða, en fingurnir of margir. Ég hafði ekki annað svar á reiðum höndum en það, að þetta væri þá sú höndin Hafliða, er heil var. Þá má kannski segja, að þetta fyrirtæki, þótt eigi sé stórt í sniðum að sjá, hafi kostað Lögmannafélag Islands nokkurt fé og stjórn þess mikia fyrirhöfn, svo að ,,dýr mundi Hafliði allur, ef svá skyldi hver lirnur", svo sem Skafti Þóroddsson kvað að orði í fyrri tíð, en ég fullyrði, af okkar lög- manna hálfu, að þetta er gefið af góðum hug, og við vonum, að minnis- varðinn muni lengi standa þeim forfeðrum vorum til heiðurs, er tilefnið gáfu með starfi sínu veturinn 1117—1118 að Breiðabólstað. Ég vil þakka steinsmiðnum Ólafi Þorbjörnssyni verk hans, svo og bænd- um hér í sveitinni, Jóni Ámundasyni í Bjarghúsum og Sigurði Halldórssyni á Efri-Þverá fyrir veitta aðstoð við að koma varðanum fyrir. Stjórn Lögmannafélagsins er sérstakur heiður að því, að forseti Hæsta- réttar, Benedikt Sigurjónsson, og ráðuneytisstjóri dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins, Baldur Möller, hafa lagt það erfiði á sig að mæta hér ásamt eigin- konum sínum að tilmælum okkar, svo og að fulltrúi þjóðhátíðarnefndar, Egill Sigurgeirsson hætaréttarlögmaður, hefur að boði nefndarinnar mætt hér. Auk þess þakka ég öllum öðrum mættum fyrir komuna og bið svo alla heila að njóta. RÆÐA EG!LS SIGURGEIRSSONAR HRL. AÐ BREIÐABÓLSTAÐ 22. JÚLÍ1974 Virðulega stjórn Lögmannafélag Islands. Góðir áheyrendur. Ég vil leyfa mér að flytja Lögmannafélagi íslands þakkir Þjóðhátíðarnefndar 1974 fyrir vinsamlegt boð um þátttöku í þessari hátíð, sem hér fer fram við afhjúpun þessa minnisvarða. Þjóðhátíðarnefnd 1974 var sett á stofn af Alþingi 1966 til þess að vinna að og beita sér fyrir hátíðahöldum um land allt til minningar um ellefu alda búsetu hinnar íslensku þjóðar á þessu eylandi. Starf þessarar nefndar verður ekki rakið hér, en þess má þó geta, að nefndin hvatti til þess, að hraðað yrði gerð hringvegar um landið og opnun vegarins og vígsla hans yrði einn liður í hátíðahöldum þjóðarinnar á þessu afmælisári. — Það hlýtur ávallt að verða einn stærsti atburður í lífi þjóðar- innar, að loksins eftir ellefu aldir tókst að koma því mannvirki í framkvæmd. Þá mun Þjóðhátíðarnefnd láta reisa minnisvarða á Ingólfshöfða í minn- ingu þess, að þar tók Ingólfur Arnarson fyrst land. Hinn 2. maí síðastliðinn barst Þjóðhátíðarnefnd bréf stjórnar Lögmanna- félags Islands, þar sem frá því var skýrt, að lögmannafélagið hefði þá und- anfarna mánuði undirbúið að reisa minnisvarða í landi Breiðabólsstaðar í Vestur-Hópi í tilefni af ellefu alda afmæli íslandsbyggðar, og varðinn eigi að bera áletrun til minningar um þann þýðingarmikla atburð í réttarsögu þjóð- arinnar, að lög landsins voru fyrst skráð á þessum stað, á heimili Hafliða Mássonar veturinn 1117 til 1118. 154

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.