Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Síða 31
verið niður gjöld fyrir þá, sem eru atvinnulausir og vilja notfæra sér fræðslu-
starfsemi samtakanna og greiddar eru bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði,
— Juristernes og 0konomernes Arbejdsloshedskasse. Hann er rekinn í sam-
ræmi við danska löggjöf um slíka sjóði. Kandidatar, sem uppfylla viss skil-
yrði, fá greiddar 132 d.kr. á dag í allt að misseri, meðan þeir eru atvinnulausir.
Munu greiðslur úr sjóðnum hafa numið um 470.000 d.kr. á mánuði á síðara
hluta ársins. — Auk þessa er stefnt að því að gera lögfræðingum léttara fyrir
að fá störf hjá einkaaðilum, m. a. með því að breyta reglum um undirbún-
ingsstörf lögmanna og með því að bæta menntun lögfræðinga í ýmsum
greinum, sem snerta atvinnuiífið.
í Svíþjóð er verulegt atvinnuleysi meðal háskólamanna. Voru rúmlega 800
manns á styrkþegaskrá atvinnuleysistryggingasjóðs háskólamanna þar í
landi um mánaðamótin júlí og ágúst 1974. Þykir það benda til þess, að al-
mennt batnandi atvinnuástand hafi ekki náð að bæta hag háskólamanna í
sama mæli og annarra þjóðfélagshópa. Lögfræðingar eru tiltölulega betur
settir í Svíþjóð en í Danmörku, því að í þessum 800 manna hópi voru ekki
nema 50 lögfræðingar.
Þ. V.
HÁDEGISFUNDUR
Almennur félagsfundur var haldinn í Lögfræðingafélagi íslands hinn 1.
nóvember sl. Var það hádegisverðarfundur, sem er nýbreytni í starfsemi fé-
lagsins. Fundarsókn var einstaklega góð — komu 58 félagsmenn til fundar.
Ræðumaður var Baldur Möller ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu. Erindi sitt kvað hann geta heitið „Eftirþankar um aldarþriðjung“.
í upphafi rakti Baldur í stórum dráttum sögu stjórnsýslunnar í stjórnarráði
um 70 ára skeið eða frá 1904. Hann kvað verkefnin hafa verið nokkuð svipuð
að magni til fram undir síðari heimsstyrjöldina. Stjórnarskrifstofurnar hefðu
þá enn aðeins verið þrjár talsins og starfsmannafjöldi lítið meiri en árið 1904.
Hann nefndi síðan, að þjóðlífsbyltingin eftir síðari heimsstyrjöldina hefði
komið skýrt fram í stjórnsýslukerfinu. Nú væru stjórnarskrifstofurnar 14 í stað
þriggja áður, og starfsmenn væru orðnir 10 sinnum fleiri, en á þessum sama
tíma hefði landsmönnum þó aðeins fjölgað um 50%. Kvaðst hann vilja vekja
athygli á því, að bæði þjóðlífsbyltingin og auknar kröfur til daglegrar stjórn-
sýsluþjónustu væru orsök þróunarinnar f stjórnarráðinu.
Þá rakti Baldur Möller .hvernig verkefni stjórnardeilda skiptast í stefnu-
mótandi verkefni og dagleg afgreiðsluverkefni. Hann kvað langtímaverk-
efnin oft sitja á hakanum, þar sem dagleg stjórnsýsluverkefni, er kalla eftir
úrlausn jafnóðum, hlytu ávallt forgang. í stærri löndum væri mikið af afgreiðslu-
verkefnum flutt til undirstofnana, svo að stjórnarráðsskrifstofurnar gætu í
vaxandi mæli helgað sig stefnumótandi verkefnum, einkum lagaundirbún-
ingi. Hætt væri þó við, að sú þróun væri nokkuð langt undan hér á landi.
Lengstum var frumkvæði að lagaundirbúningi hjá löggjafarsamkomunni,
en ekki hjá stjórnsýslunni, að sögn ræðumanns. Þetta hefði breyst jafnt og
þétt með aukinni tækni og umsvifum, og mest af lagaundirbúningi færi nú
fram í nefndum eða hjá sérfræðingum. Hins vegar væru ennþá þornar fram
157