Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Qupperneq 33

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Qupperneq 33
Frá La acleild Háskólans FRÁ ORATOR Á aðalfundi Orators 8. nóvember 1973 voru kosin í stjórn félagsins: Sveinn Sveinsson formaður, Eiríkur Tómasson varaformaður og ritstjóri Úlfljóts, Guð- mundur S. Alfreðsson, Kjartan Gunnarsson og Ólöf Pétursdóttir. Stjórnin sat fram til aðalfundar, sem haldinn var 7. nóvember 1974. Starfsemi Orators var með nokkuð öðrum hætti en verið hefur undanfarin ár og töluvert umfangsmeiri. Kom þar til XIX. norræna laganemamótið, sem að þessu sinni var haldið á íslandi dagana 8.—16. júní. Undirbúningsvinna var mjög mikil, bæði við öflun fjár og skipulagningu mótsins. Starfandi var undirbúningsnefnd, sem skipuð var 12 laganemum og lögfræðingum, en fram- kvæmdahliðin hvíldi að mestu á stjórn Orators. Formaður undirbúnings- nefndarinnar var prófessor Þór Vilhjálmsson. i fyrstu var reiknað með, að mótið stæði í tíu daga, svo sem venja hefur verið, og yrði haldið á Laugar- vatni. Kostnaðaráætlun, sem gerð var, nam 3 milljónum króna, en eins og kunnugt er greiða þeir, sem mótið halda hverju sinni, allan uppihaldskostnað gestanna. Þegar útséð var, að ekki tækist að safna svo hárri upphæð, var hafist handa um niðurskurð kostnaðarliða. Mótstíminn var styttur um tvo daga, mótsstaðnum skipt þannig, að fimm daga skyldi mótið haldið á Laug- arvatni en þrjá í Fteykjavík. Með þessu og fleiri ráðstöfunum tókst að lækka kostnaðaráætiunina niður í 1,8 milljón krónur, og stóðst sú áætlun. Fjárins var aflað með sölu á happdrættismiðum, útgáfu auglýsingablaðs og styrkjum frá opinberum aðilum og einkaaðilum. Þátttakendur í laganemamótinu voru 68 laganemar og kandidatar, 12 frá hverju Norðurlandanna. Þó voru 18 frá íslandi og 2 frá Færeyjum, en fær- eyskir stúdentar eiga ekki aðild að N.S.J.S. Fyrirlesarar voru 11, þar af 6 eriendir. Fyrirlesararnir voru þessir: Dr. Ármann Snævarr hæstaréttardóm- ari, prófessor Carsten Smith frá Osló, dr. Geoffrey Marston frá Bretlandi, Hans G. Andersen ambassador, prófessor Jónatan Þórmundsson, lektor Michael Lunn frá Kaupmannahöfn, prófessor Per Stjernquist frá Lundi, prófessor Torstein Echoff frá Osló, prófessor Tómas Helgason, prófessor Sigurður Lín- dal og prófessor Zacharías Sundström frá Ábo. Fyrirlestrarnir svo og ná- kvæm skýrsla um mótið er birt i 3. tbl. Úlfljóts 1974. Á síðasta starfsári voru 6 félagsfundir haldnir, þar af 2 hádegisverðar- fundir. Á fundum þessum var eftirfarandi tekið fyrir: Kynnt framhaldsnám erlendis, þar sem frummælendur voru Gunnar Eydal lögfræðingur hjá B.S.R.B., Gunnlaugur Claessen fulltrúi í fjármálaráðuneytinu, Hjördís Hákon- ardóttir lögfræðingur og Páll Sigurðsson dósent. Sigurður Gizurarson hrl. 159

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.