Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Síða 34
kynnti frumvarpið um umboðsmann Alþingis. Magnús Thoroddsen borgar-
dómari flutti erindi, er hann nefndi: Verndun einkalífs gegn tölvunotkun. Pró-
fessor Þór Vilhjálmsson ræddi um hafréttarráðstefnuna í Caracas.
Að venju sáu laganemar um tvo sjónvarpsþætti, þar sem réttarhöld voru
sett á svið, en auk þess voru haldnar tvær málflutningsæfingar.
Útgáfustarfsemi var mikil á árinu. Þegar þetta er ritað, eru þó enn óút-
komin 3. og 4. tbl. Úlfljóts 1974, en eru væntanleg fyrir áramót. Reiknað er
með, að árgangurinn verði hátt í 450 blaðsíður með 18 fræðigreinum um
ólík svið lögfræðinnar. Eitt fylgirit kom út með blaðinu, en í því er birt erindi
Hans G. Andersens ambassadors um hafréttarmál, sem hann flutti á XIX.
norræna laganemamótinu. Þá var hafin útgáfa á nýju blaði, sem nefnist
Grímur geitskór. Komu út 4 tölublöð, samtais 48 síður. Nokkur kennslurit
voru gefin út á árinu. Var m. a. gefinn út Stjórnarfarsréttur I eftir Ólaf Jó-
hannesson, er Páll Sigurðsson dósent endurskoðaði.
Hátíðisdagur Orators var haldinn laugardaginn 16. febrúar. Bæjarþing
Orators var sett kl. 14 í Norræna húsinu og dómur upp kveðinn. Þá var sýnd
kínversk kvikmynd, en að henni lokinni heimsóttu laganemar kínverska sendi-
herrann í sendiherrabústaðinn að Víðimel 29. Um kvöldið var fagnaður að
Hótel Loftleiðum. Heiðursgestur var Jón Sigurðsson ráðuneytisstjóri, en ræðu-
maður af hálfu kandidata var Björn Ástmundsson.
Mikið var um utanferðir og stúdentaskipti laganema. Auk þátttakenda í
laganemamótinu dvöldust hér þrír norrænir laganemar í vikutíma í kringum
16. febrúar. Þá voru laganemar frá Ohio Northern University hér í hálfan
mánuð í nóvember. Orator sendi á starfsárinu fulltrúa á formannaráðstefnur
Norræna laganemaráðsins í Finnlandi og Svíþjóð. Þá fóru fulltrúar á seminör
og árshátíðir í Lillehammer, Osló, Gautaborg, Kaupmannahöfn og Finnlandi. í
september fóru þrír laganemar til 6 vikna dvalar við háskólann í Ohio.
Vísi.ndaleiðangrar voru með hefðbundnum hætti. 4., 5. og 6. árs laganemar
fóru í þriggja daga ferð til Húsavíkur og sóttu heim Sigurð Gizurarson sýslu-
mann. Aðrir laganemar fóru í dags ferð austur á Hvolsvöll til fundar við Björn
Fr. Björnsson sýslumann. Að venju var mikil þátttaka í ferðum þessum.
I upphafi kjörtímabils ákvað stjórnin að fækka fundum um fræðileg efni
vegna lélegrar fundarsóknar laganema. Þess í stað var ýmsum mótum fjölgað
frá því sem verið hafði. Voru t. d. haldin 3 bridgemót, 6 tafimót og tvö
innanhússfótboltamót, og voru þau öll vel sótt.
Auk þess, er nú hefur verið drepið á, var fjöldi málefna, er stjórn Orators
lét sig skipta á starfsárinu. Mætti þar nefna námskynningarferðir, úthlutun
sæta í lestrarsölum, frumvarpið um máflytjendur og fleira.
Sveinn Sveinsson
160