Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Side 36
ari samninga milli stjórnmálaflokkanna gat stjórnlaganefnd ríkisdagsins lagt
fram frumvarp í maí 1973, sem ekki þurfti að koma til atkvæða nema varð-
andi fáeinar greinar. Texti stjórnarskrárinnar var endanlega samþykktur 6.
júní 1973, sama dag og stjórnarskráin frá 1809 var undirrituð.
Megintilgangur nýju stjórnarskrárinnar er sem fyrr segir að setja fram
glögg ákvæði um þá ríkisskipun, sem nú er í Svíþjóð. Sænska þjóðfélagið
breytist ekki 1. janúar 1975, jöó að það kunni að vera rétt, að tiltekin einstök
atriði í nýju stjórnarskránni feli í sér breytingar, sem athygli hafa vakið. Á
þetta einkum við um stöðu konungsins.
Þær meginreglur, er mestu skipta, eru í 1. kafla stjórnarskráinnar. Mikil-
vægustu greinarnar eru svohljóðandi:
1. gr. Allt opinbert vald í Svíþjóð er frá þjóðinni komið. Hin sænska þjóð-
arstjórn er grundvölluð á frjálsri skoðanamyndun og almennum og
jöfnum kosningarétti. Hún er framkvæmd með ríkisskipan, sem bygg-
ist á fulltrúavali og þingræði, og með sjálfstjórn sveitarfélaga.
Hinu opinbera valdi er beitt eftir lögunum.
3. gr. Ríkisdagurinn er aðalfulltrúi þjóðarinnar. Ríkisdagurinn setur lög,
ákveður skattaálögur til ríkisins og mælir fyrir um notkun fjármuna
ríkisins. Ríkisdagurinn hefur umsjón með stjórn og stjórnsýslu.
4. gr. Konungurinn er þjóðhöfðingi ríkisins.
5. gr. Ríkisstjórnin stjórnar ríkinu. Hún ber ábyrgð gagnvart ríkisdeginum.
i nýju stjórnarskránni eru einnig reglur um þær takmarkanir á beitingu
ríkisvaldsins, sem eru afleiðingar þeirra réttinda, sem einstaklingum eru veitt,
— mannréttindanna. Þau eru talin í 2. kafla, og eru þessi: 1) tjáningar- og
prentfrelsi, 2) réttur til upplýsinga, 3) fundafrelsi, 4) andófsréttur, 5) félaga-
frelsi, 6) trúfrelsi, 7) ferðafrelsi.
í nýju stjórnarskránni eru 13 kaflar og alls 136 greinar. Er að sjálfsögðu
ógerlegt að ræða hér alla kaflana. Þó vil ég geta um tvær breytingar á eldri
ákvæðum. Við næstu ríkisdagskosningar í Svíþjóð verður tala kjörinna þing-
manna 349. Ríkisdagur sá, sem nú situr, verður því hinn siðasti, sem skipst
getur í tvo jafna hluta, — hin umtöluðu hlutföll 175 móti 175 þingmenn. Hin
breytingin varðar stjórnarmyndanir. Eftir eldri lögum útnefndi konungurinn,
a. m. k. að formi til, forsætisráðherrann og aðra ráðherra. Nýju reglurnar
í 6. kafla 2. grein eru svohljóðandi:
„Þegar skipa skál forsætisráðherra, kallar þingforsetinn fulltrúa allra þing-
flokka til ráðuneytis. Þingforsetinn hefur samráð við varaþingforsetann og
gerir síðan tillögu til ríkisdagsins.
Ríkisdagurinn skal greiða atkvæði um tillöguna eigi síðar en á fjóðrða degi
eftir þetta og skal ekki fjalla um hana í nefnd. Ef meira en helmingur ríkis-'
dagsmanna greiðir atkvæði gegn tillögunni, er hún felld. Ella er hún samþykkt."
I 6. kafla 4. gr. segir enn fremur, að „þingforsetinn gangi frá skipunarbréfi
forsætisráðherra á ríkisdagsins vegum“.
Til breytinga á stjórnarskránni þarf samþykki tveggja þinga, og þurfa kosn-
ingar til ríkisdagsins að fara fram, áður en slík samþykkt er gerð síðara sinnið.
Olof Kaijser
Olof Kaijser er sendiherra Svíþjóðar á Islandi. Fréttagreinin er samin að beiðni ritstjórnar
Timarits lögfræðinga.
162