Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Side 39
Dómþing Alþjóðadómstólsins í Friðarhöllinni í Haag 2. ágúst 1972, þegar málflutningur fór fram um kröfu Sambandslýðveldisins Þýskalands I máli þess gegn (slandi um beiðni um leiðarvísun um bráðabirgðaúrræði skv. 41. gr. samþykkta dómsiólsins. Dómsforseti var þá Sir M. Zafrulla Khan frá Pakistan. Til v. við málflytjandann má sjá auð borð, sem talsmönnum íslands voru ætluð. Þar sem Bretland vísaði til 53. gr. samþykktar dómstólsins, var5 hann að ganga úr skugga um, hvort krafan væri vel studd rökum bæði um staðreyndir og lagareglur. Engin ástæða virtist til að efa nákvæmni skjalfestra sönnunar- gagna um staðreyndirnar, sem dómstóllinn varð að meta til að skera úr um kröfuna. Þótt harma beri útivist Islands, bar dómstólnum engu að síður, að því er lagareglurnar snertir, að taka mið af öllum tiltækum þjóðréttarreglum. Eftir að hafa skoðað réttarstöðu beggja aðila og sýnt sérstaka varkárni með tilliti til fjarveru varnaraðila, komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu, að hann hefði undir höndum næg gögn til að kveða upp dóm. Saga deilunnar. Dómsaga dómstólsins. 19.—48. gr. dómsins. Dómstóllinn rifjaði upp, að alþingi samþykkti 1948 lög um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins, er heimiluðu ríkisstjórninni að friða svæði, þar sem allar veiðar skyldu háðar íslenskum reglum og eftirliti, að svo miklu Ieyti sem slík skipan væri í samræmi við milliríkjasamninga. Síðar var samningi Breta og Dana frá 1901 um alger fiskveiðiréttindi Islands með ströndum landsins sagt upp frá 1951, nýjar íslenskar reglur lýstu 1958 yfir 12 mílna mörkum, og alþingi ályktaði 1959, ,,að afla beri viðurkenningar á rétti islands til landgrunnsins alls, svo sem stefnt var að með lögunum frá 165

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.