Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Qupperneq 41
Dómarar í Alþjóðadómstólnum við uppsögu dóms í málum Bretlands og Sambandslýðveldisins
Þýskalands gegn íslandi 25. júlí 1974, talið frá hægri: Nagendra Singh (Indlandi), P. D. Morozov
(Sovétrlkjunum), H. C. Dillard (Bandaríkjunum), Sture Petrén (Svíþjóð), A. Gros (Frakklandi),
Manfred Lachs dómsforseti (Póllandi), I. Forster (Senegal), C. Bengzon (Filippseyjum), C. D.
Onyeama (Nigeríu), L. Ignacio-Pinto (Dahomey), Sir Humphrey Waldock (Bretlandi) (að baki
Pinto), José Maria Ruda (Argentinu). Við borðsendann er Aquarone, aðalritari dómsins. Dómar-
arnir de Castro frá Spáni og Jiménez de Aréchaga frá Uruguay stóðu að dómnum, en virðast
ekki hafa verið viðstaddir uppsögu hans. F. Ammoun frá Llbanon stóð ekki að dómnum vegna
veikinda.
fiskveiðilögsögu, og er nú almennt talið, að þetta belti mætti ná að 12 mílna
mörkunum. Hins vegar er hugmyndin um forgangsrétt strandríkis til fiskveiða
á miðum, sem liggja að algeru fiskveiðilögsögunni, ef rikið er sérstaklega
háð fiskveiðum. Dómstólnum var kunnugt um, að á síðustu árum hafði fjöldi
ríkja helgað sér hina algeru stækkuðu fiskveiðilögsögu. Dómstólnum var á
sama hátt kunnugt um yfirstandandi viðleitni á vegum Sameinuðu þjóðanna
til að skrá og framþróa þessa grein lögfræðinnar með því að halda 3. haf-
réttarráðstefnuna, og hann vissi einnig um ýmsar tillögur og undirbúnings-
skjöl samin af því tilefni. En sem dómstóll gat hann ekki kveðið upp dóm
sub specie legis ferendae né gert ráð fyrir lögum, áður en löggjafinn setti
þau. Hann varð að virða gildandi þjóðréttarreglur og erindaskiptin frá 1961.
Hugmyndin um forgangsréttindi til fiskveiða kom fyrst fram í tillögum is-
lands á Genfarráðstefnunni 1958, sem lét sér nægja að mæla með, ,,að þar
sem nauðsynlegt reynist í verndunarskyni að takmarka heildarveiði fiskstofns
eða stofna á úthafsmiðum, sem liggja að landhelgi strandríkis, skuli öll önnur
ríki, sem fiskveiðar stunda á þeim miðum, hafa samvinnu um það við strand-
ríkið að tryggja réttlátar aðgerðir við slíkar aðstæður með því að koma sér
saman um ráðstafanir, er viðurkenni hverjar þær forgangsréttarþarfir strand-
ríkisins, sem tilkomnar eru vegna þess, að það á afkomu sína undir þessum
fiskveiðum, jafnframt því sem tekið sé tillit til hagsmuna hinna ríkjanna".
Á ráðstefnunni 1960 kom sama hugmynd fram í breytingartillögu, sem var
með þorra atkvæða felld inn í eina af tillögunum um fiskveiðibelti. Núverandi
réttarframkvæmd ríkja sýndi, að þessi hugmynd naut æ meira fylgis, og hún
var skráð ýmist í tvíhliða eða fjölþjóðlegum milliríkjasamningum. í þessu
máli, þar sem ekki var deilt um algera fiskveiðilögsögu innan 12 mílna mark-
anna, hafði Bretland beinlínis viðurkennt forgangsréttindi gagnaðilans til
167