Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Page 42
hinna umdeildu miða utan þessara marka. Það lék enginn vafi á því, í hve óvenjulega ríkum mæli ísland er háð fiskveiðum, og svo virtist komið, að brýna nauðsyn bæri til að vernda fiskistofna í þágu skynsamlegrar og hag- kvæmrar nýtingar. Samt gat hugmyndin um forgangsréttindi strandríkis til fiskveiða, þegar ríkið er sérstaklega háð þeim, ekki falið í sér brottfall samtíma réttinda ann- arra ríkja, þótt hún gæfi til kynna viss forréttindi. Sú staðreynd, að íslandi væri heimilt að krefjast forgangsréttinda, nægði ekki til að réttlæta kröfu þess um einhliða útilokun breskra fiskiskipa frá öllum veiðum utan 12 mílna markanna, sem um var samið 1961. Bretland benti á, að þarlend skip hefðu veitt á Islandsmiðum öldum sam- an, að þau hefðu veitt á svipaðan hátt og nú í meira en 50 ár og að útilokun þeirra mundi hafa mjög alvarlegar og óþægilegar afleiðingar. Þær hefðu að auki áhrif á fjárhagsafkomu og atvinnuhætti heilla byggðarlaga, og Bretiand hefði sömu hagsmuna að gæta, hvað snertir verndun fiskstofna, og island, sem hefði að sínu leyti viðurkennt sögulega og sérstaka hagsmuni sóknar- aðila til fiskveiða á hinu umdeilda svæði. íslensku reglurnar frá 1972 giltu þess vegna ekki gagnvart Bretlandi, þær virtu hvorki söguleg réttindi þess ríkis né erindaskiptin frá 1961, og þær brytu meginregluna (2. gr. samnings- ins frá 1958 um úthafið) um sanngjarnt tillit til hagsmuna annarra ríkja, þ.á m. Bretlands. Til að ná sanngjarnri lausn yfirstandandi deilu var nauðsynlegt að sam- ræma forgangsréttindi íslands til fiskveiða og sögulegan rétt Bretlands með mati miðað við tiltekið tímamark á því, í hve ríkum mæli hvort ríki er háð umræddum fiskveiðum, og taka um leið tillit til réttinda annarra ríkja og vernd- unarþarfa. íslandi var því að lögum hvorki heimil einhliða útilokun breskra fiskiskipa frá svæðum utan 12 mílna markanna, sem um var samið 1961, né einhliða takmörkun á athöfnum þeirra. En í því fólst ekki, að Bretland hefði engum skyidum að gegna gagnvart íslandi með tilliti til fiskveiða á hinum umdeildu miðum milli 12 og 50 mílna. Báðum aðilum bar að fylgjast með fiskstofnum á þessum miðum og rannsaka sameiginlega í Ijósi fáanlegra upplýsinga nauðsynlegar ráðstafanir til verndar, aukningar og sanngjarnrar nýtingar þessara auðlinda og taka þá tillit til þeirra alþjóðasamninga, sem kynnu að vera í gildi eða stofna mætti til með samningaviðræðum. Besta aðferðin til að leysa deiluna væri greinilega samningaieiðin og þá í því skyni að ákveða réttindi og hagsmuni aðila og setja sanngjarnar reglur um vandamál eins og veiðitakmarkanir, aflaskiptingu og skyldar hömlur. Samningsskyldan byggðist á eðli réttinda hvors aðila og kom heim við ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna um friðsamlega lausn deilumála. Dómstóllinn féllst ekki á þá skoðun, að það væri tilætlan beggja aðila að halda ekki samn- ingafundi, á meðan bráðabirgðasamkomulagið frá 1973 gilti. Það bíður aðila að halda áfram samningaviðræðum á þeim grundvelli, að hvor aðili gefi í góðri trú hæfilegan gaum að réttarstöðu hins, staðreyndum málsins og hagsmun- um annarra ríkja, sem eiga söguleg fiskveiðiréttindi á svæðinu. Af þessum ástæðum kvað dómstóllinn upp dóminn, sem getið er hér að framan, sbr. 79 gr. hans. (Þýðing: Guðmundur S. Alfreðsson stud. jur.) 168

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.