Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Qupperneq 32

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Qupperneq 32
þess, er verjandi hefur fengið vitneskju um með öðrum hætti, sjá sambæriléga reglu um heimildarbrest í einkamálum, sbr. tilskipun frá 19. júlí 1793 um vitnisburð málflutningsmanna. Orðið málsatvik verð- ur að skýra svo, að átt sé við allt, er varðar brot það, sem málið snýst um, þ.á m. huglæga afstöðu sökunauts til atburða. Einnig fellur undir málsatvik það, sem óbeinlínis snertir sönnunaratriði, t.d. frásögn sökunauts af veru sinni á afbrotavettvangi um það leyti, sem brot var framið, sbr. 109. gr. oml. Það er hins vegar ekki trúnaðarbrot að skýra frá því í vitnaleiðslu, sem sökunautur hefur trúað verjanda fyrir um fjölskylduhagi, efnahag og heilsufar, eða um meðferðina á sér, yfir- heyrslur lögreglumanna, ósk um eftirgrennslanir, er beinast í aðrar áttir. Ákvæðið bindur þagnarskylduna við þá vitneskju, sem sökunaut- ur hefur trúað verjanda fyrir, eftir að hann tók vörnina að sér. Hon- um er því rétt og skylt að bera vitni um það, sem hann varð áskynja um, áður en hann tók vörnina að sér. Sennilega telst þó falla undir þagnarskyldu sú vitneskja, sem verjandi fær í fyrsta viðtali til þess m.a. að geta metið, hvort hann tekur vörnina að sér.41) Eins og áður segir, tekur heimildarbresturinn ekki til upplýsinga, sem verjandi hefur fengið hjá öðrum en skjólstæðingi sínum, og virðast þær því geta fallið undir vitnaskyldu, sbr. þó 93. gr. oml. Að líkindum á sama við, ef sökunautur veitir heimild til vitnisburðar. Sú skýring er samt hugsanleg, að þá geti verjandi sjálfur metið, hvort hann telur rétt að skýra frá því, sem skjólstæðingur hans hefur trúað honum fyrir. Honum er það auðvitað skylt, ef dómari notar heimild 2. mgr. 94. gr. oml. Annað ákvæði um heimildarbrest vitna er að finna í 93. gr. oml. Reynt gæti á 1. mgr. þess, en um hana verður þó ekki rætt frekar hér. Varðandi 2. mgr. 93. gr. vaknar sú spurning, hvort hún lögbjóði miklu víðtækari þagnarskyldu en 94. gr. fyrir þá verjendur, sem teljast opinberir sýslunarmenn, sbr. 1. gr. 1. 61/1942. Ber að skýra 2. mgr. 93. gr. svo, að hún verndi hagsmuni og einkamálefni einstaklinga auk opinberra hagsmuna? Væntanlega er svo ekki, og hefur verið bent á ýmis rök gegn svo rúmum skilningi.42) Óþarft hefði þá verið að hafa sérákvæði í 94. gr., m.a. um verjendur og lækna, og er því eðli- legt að gagnálykta frá 94. gr. Ætla mætti, að leyfis viðkomandi ein- staklings hefði þá verið getið, en ekki aðeins leyfis viðkomandi ráð- herra (eða forseta sameinaðs Alþingis). 1 athugasemdum með frum- 41) Sjá Einar Amórsson 1951, 129-130. Einar miðar við það tímamark, er verjandi lofaði að taka að sér vörn, þótt ekki hafi verið formlega gengið frá skipun eða ráðningu. 42) Sjá Einar Arnórsson 1951, 129; Árni Tryggvason 1952, 58-60. 238
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.