Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Page 43
orðalag er órökrænt, því að í fyrsta lagi er hugverkið aðeins eitt, hversu mörg eintök sem af því eru gerð, og í öðru lagi telst það til eintakagerðar eða eftirgerðar, þó að aðeins sé gert eitt eintak af hugverki, t.d. málverk, sem einungis er til í frumgerð sinni. Þess er að gæta, að hinir líkamlegu hlutir, eintökin, eru ekki and- lag höfundaréttar, þó að þau komi þar mjög við sögu. Þau lúta hins vegar yfirleitt almennum reglum um eignarrétt að líkamleg- um hlutum. Þó eru í höfundalögum lagðar tilteknar hömlur á meðferð þeirra, einkum að því leyti, að umráð þeirra eða afnot mega ekki fara í bága við rétt höfundar yfir sjálfu hugverkinu, sbr. einkum 24. og 25. gr. frv.“ Frá þessum einkarétti höfundar til eintakagerðar eru ýmsar undan- tekningar í lögum og eru þær raktar í II. kafla höfundalaga. Dr. Gauk- ur Jörundsson hefur gert grein fyrir þessum undantekningum á bls. 99-109 í ritgerð sinni í Tímariti lögfræðinga, 2. hefti 1985, en ég vil aðeins vekja athygli á flokkuninni á takmörkunum skv. II. kafla, eins og Gaukur lýsir henni á bls. 100: „I fyrsta lagi er um að ræða frjáls og endurgjaldslaus not af verkum höfunda . .. “. „I öðru lagi er að nefna afnotakvaðir (tvangslicens), sem heim- ila not verks án samþykkis höfundar, en höfundi er hins vegar áskilið endurgjald fyrir notin .. . “. „I þriðja lagi getur verið um að ræða svonefnda samningskvöð (avtalslicens). Slík kvöð felur í megindráttum í sér, að samning- ur um not verka gegn endurgjaldi, sem gerður hefur verið við samtök rétthafa höfundarréttar, er látinn binda höfunda bæði innan og utan samtakanna .. . “. „I fjórða lagi er um að ræða takmarkanir, er leiðir af eignar- ráðum eiganda eintaks af verki, sbr. 24. og 25. gr.“ Aðaltakmörkunina eða undantekninguna á einkarétti höfundar er að finna í 11. gr. höfl., eins og henni hefur nú verið breytt með 1. nr. 78/ 1984. 11. mgr. 11. gr. er heimilað að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu en enginn má þó gera fleiri en þrjú eintök til notkunar í at- vinnu sinni. Skv. 2. mgr. á undantekning þessi þó ekki við um mannvirki né um höggmyndir, nytjalist eða dráttlist ef leitað er til eftirgerðai'innar að- stoðar annarra manna. I 3. mgr. er fjallað um gjald til höfunda verka sem útvarpað hefur 249

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.