Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Qupperneq 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Qupperneq 43
orðalag er órökrænt, því að í fyrsta lagi er hugverkið aðeins eitt, hversu mörg eintök sem af því eru gerð, og í öðru lagi telst það til eintakagerðar eða eftirgerðar, þó að aðeins sé gert eitt eintak af hugverki, t.d. málverk, sem einungis er til í frumgerð sinni. Þess er að gæta, að hinir líkamlegu hlutir, eintökin, eru ekki and- lag höfundaréttar, þó að þau komi þar mjög við sögu. Þau lúta hins vegar yfirleitt almennum reglum um eignarrétt að líkamleg- um hlutum. Þó eru í höfundalögum lagðar tilteknar hömlur á meðferð þeirra, einkum að því leyti, að umráð þeirra eða afnot mega ekki fara í bága við rétt höfundar yfir sjálfu hugverkinu, sbr. einkum 24. og 25. gr. frv.“ Frá þessum einkarétti höfundar til eintakagerðar eru ýmsar undan- tekningar í lögum og eru þær raktar í II. kafla höfundalaga. Dr. Gauk- ur Jörundsson hefur gert grein fyrir þessum undantekningum á bls. 99-109 í ritgerð sinni í Tímariti lögfræðinga, 2. hefti 1985, en ég vil aðeins vekja athygli á flokkuninni á takmörkunum skv. II. kafla, eins og Gaukur lýsir henni á bls. 100: „I fyrsta lagi er um að ræða frjáls og endurgjaldslaus not af verkum höfunda . .. “. „I öðru lagi er að nefna afnotakvaðir (tvangslicens), sem heim- ila not verks án samþykkis höfundar, en höfundi er hins vegar áskilið endurgjald fyrir notin .. . “. „I þriðja lagi getur verið um að ræða svonefnda samningskvöð (avtalslicens). Slík kvöð felur í megindráttum í sér, að samning- ur um not verka gegn endurgjaldi, sem gerður hefur verið við samtök rétthafa höfundarréttar, er látinn binda höfunda bæði innan og utan samtakanna .. . “. „I fjórða lagi er um að ræða takmarkanir, er leiðir af eignar- ráðum eiganda eintaks af verki, sbr. 24. og 25. gr.“ Aðaltakmörkunina eða undantekninguna á einkarétti höfundar er að finna í 11. gr. höfl., eins og henni hefur nú verið breytt með 1. nr. 78/ 1984. 11. mgr. 11. gr. er heimilað að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu en enginn má þó gera fleiri en þrjú eintök til notkunar í at- vinnu sinni. Skv. 2. mgr. á undantekning þessi þó ekki við um mannvirki né um höggmyndir, nytjalist eða dráttlist ef leitað er til eftirgerðai'innar að- stoðar annarra manna. I 3. mgr. er fjallað um gjald til höfunda verka sem útvarpað hefur 249
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.