Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Page 46
endurgjaldslausu afnot. Árið 1980 tóku STEF, Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda og Rithöfundasamband íslands upp baráttu fyrir því að lagt yrði gjald á þessi afnot og er greind lagabreyting árangur þeirrar baráttu. Sá munur er á þessum nýju reglum um höfundarréttargj ald af auð- um böndum og upptökutækjum annars vegar og samningnum um gjald af ljósritun verndaðra verka að hið fyrrnefnda nær til einkaafnota en einkanot af ljósritun verndaðra verka eru gjaldfrjáls sem fyrr. Með þessari löggj öf hefur verið reynt að bæta höfundum, flytj endum og framleiðendum að nokkru það tap sem hlýst af hinni auknu „heima- kópieringu" verndaðra verka án þess að það hafi leitt til neinnar óbæri- legrar hækkunar á verði hljóð- og myndbanda og upptökutækja. Þessi tvö mál hafa verið leyst á mismunandi hátt, annars vegar með samkomulagi rétthafa og stjórnvalda um gjald fyrir ljósritun í skólum og hins vegar með löggjöf þar sem ekki var um neina augljósa samn- ingsaðila að ræða. Það tók langan tíma að leysa ljósritunarmálið með samningum en það var gert án þvingunar og tel ég það nokkurn sigur fyrir alla aðila. 252

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.