Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Page 47

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Page 47
Aí veUvanúi Lára V. Júlíusdóttir hdl.: UM RÉTT TIL LAUNA í VEIKINDUM Eitt það mikilvægasta sem launafólk á Islandi hefur tryggt sér með áratuga baráttu sinni eru réttindi til greiðslu launa úr hendi atvinnu- rekenda í veikindum. Fyrst í stað var samið um þessi réttindi í kjarasamningum verka- lýðsfélaga, og var þessi réttur takmarkaður við ákveðið ráðningarform launamanna og gekk mjög skammt. Með lögum nr. 16/1958, um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og um rétt þess og fastra starfsmanna til launa vegna sjúk- dóms- og slysaforfalla, er þessi réttur tryggður. Ákvæði um þetta hafði þó verið í lögum um almannatryggingar nr. 50/1946, en það náði einungis til fastra starfsmanna. Á árinu 1979 voru síðan sett lög í kjölfar kjarasamninga, lög nr. 19/ 1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla. Með þeim lögum var sá tími sem launafólk skyldi fá laun greidd vegna sjúkdóms- og slysaforfalla veru- lega lengdur frá því sem var í eldri lögum, en jafnframt höfðu kjara- samningar aukið réttinn töluvert. Það nýmæli er einnig að finna í þessum lögum að launþegum er tryggður réttur til 3 mánaða dagvinnu- launa vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma til viðbótar áunnum veik- indarétti. Nokkuð hefur reynt á túlkun laganna frá 1958 fyrir dómstólum svo og laganna frá 1979, þar sem ákvæðin eru ekki mjög ítarleg og tilvikin sem upp koma fjöldamörg, sbr. Hrd. 1966:236, 1960:332, 1968:67, 1983:635, 1975:145, 1984:439 og loks dómur Hæstaréttar frá 4. októ- ber 1984 (1984:1057) í málinu Árni Jóhannesson gegn Guðmundi Helga- syni, en þann dóm hef ég hér valið að reifa og vekja athygli á. Fjallar hann um það hvernig með veikindarétt skuli fara þegar fólk vinnur á

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.