Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Side 53

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Side 53
Iiá Lögfræöingafélagi íslands SKÝRSLA STJÓRNAR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS Á AÐALFUNDI 5. NÓVEMBER 1985 Aðalfundur Lögfræðingafélags íslands hefur yfirleitt ekki verið fjölsóttur, a.m.k. ekki hin síðari ár. í því skyni að örva fundarsókn er nú horfið að þvi ráði að halda fræðafund strax að loknum aðalfundi. Stjórn félagsins á því starfsári, sem nú lýkur, var þannig skipuð: Arnljótur Björnsson, formaður, Guðrún Erlendsdóttir, varaformaður, Gesiur Jónsson, Guðný Björnsdóttir, ritari, Lilja Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Tímarits lög- fræðinga, Valgeir Pálsson, gjaldkeri og Þorgeir örlygsson. Stjórnin var kos- in á aðalfundi 25. september 1984. Á starfsárinu frá 25. september 1984 til 4. nóvember 1985 voru haldnir eftir- taldir fræðafundir: 1. 24. október 1984. „Offentlig — privat ret.“ Framsögumaður var W. E. von Eyben, fyrrverandi prófessor við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla. Fundurinn var haldinn í samvinnu við lagadeild Háskóla íslands. Fund- inn sóttu 61. 2. 6. nóvember 1984. „Réttarkerfið og fjölmiðlarnir." Framsögumaður var Þór Vilhjálmsson, forseti Hæstaréttar. Á eftir framsöguerindinu voru pallborðsumræður. í þeim tóku þátt auk framsögumanns þeir Björn Bjarnason, aðstoðarritstjóri, Hrafn Bragason, borgardómari og hæsta- réttarlögmennirnir Hörður Einarsson og Ragnar Aðalsteinsson. Fund- inn sóttu 76. 3. 30. nóvember 1984. „Dómur Hæstaréttar frá 10. júlí 1984.“ Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl., fjallaði um dóm þennan, en I honum er dæmt um nokkrar mikilvægar forsendur fyrir skaðabótum fyrir tjón vegna örorku. Fundarmenn voru 80. 4. 29. janúar 1985. „Bætur fyrir alkalískemmdir í mannvirkjum.“ Hrafn Bragason, borgardómari, flutti fyrirlestur um þetta efni. Fundinn sátu 50 manns. 5. 28. febrúar 1985. „The National Empowerments." Framsögumaður var Charles L. Black, Jr„ prófessor við lagadeild Yaleháskóla. Framsögu- erindið fjallaði um stjórnar- og löggjafarkerfi Bandaríkjanna, dreifingu opinbers valds og valdajafnvægi. Lagadeild Háskóla íslands stóð að fundi þessum ásamt félaginu. Fundarmenn voru 28. 259

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.