Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Side 62

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Side 62
Ástæða er til að vekja athygli á þvl, að kandídötum ( lögfræði er heimilt að sækja námskeið í kjörgreinum í III. hluta, ef aðstæður leyfa. Er heimilt að gefa út vottorð um nám og próf kandídata að fullnægðum skilyrðum, sem lagadeild setur. 8. ERLENDIR GESTIR Hinn 24. október 1984 flutti próf. emer. W.E. von Eyben fyrirlestur í Lög- bergi um „Offentlig — privat ret“. Var fyrirlesturinn haldinn á vegum laga- deiidar og Lögfræðingafélags íslands. Atle Grahl-Madsen, prófessor við lagadeild Björgvinjarháskóla, flutti hinn 23. janúar 1985 fyrirlestur um skilyrði þess, að flóttamönnum verði veittur landvistarréttur á Norðurlöndum. Hinn 28. febrúar 1985 hélt Charles L. Black, Jr., prófessor við lagadeild Yale-háskóla, fyrirlestur um „The National Empowerments“. Fjallaði hann um þætti úr bandarískum stjórnskipunarrétti. Fyrirlesturinn var haldinn I sam- vinnu við Lögfræðingafélag íslands. 9. ORATOR Á aðalfundi Orators, félags laganema, hinn 1. nóvember 1984 var Halldór Halldórsson kosinn formaður félagsins. Varaformaður var kosinn Arnfríður Einarsdóttir og ritstjóri Jóhann R. Benediktsson. Arnljótur Björnsson SKÝRSLA UM LAGASTOFNUN HÁSKÓLAÍSLANDS 29. FEBRÚAR 1984 — 28. FEBRÚAR 1985 Starfslið: Þessir kennarar í fullu starfi störfuðu við Lagastofnun 1984-1985: Arnljótur Björnsson, Björn Þ. Guðmundsson, Gaukur Jörundsson, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnar G. Schram, Jónatan Þórmundsson, Páll Sigurðsson, Sigurður Líndal, Stefán Már Stefánsson og Þorgeir Örlygsson. Stjórn: Á fundi lagadeildar 27. febrúar 1985 voru þessir menn kosnir í stjórn stofn- unarinnar til næstu tveggja ára: Gaukur Jörundsson, Guðrún Erlendsdóttir, Jónatan Þórmundsson og Sigurður Líndal. Stjórn Orators, félags laganema, hefur tilnefnt Halldór Halldórsson, stud. jur., í stjórnina. Sigurður Líndal var kosinn forstöðumaður á stjórnarfundi stofnunarinnar 28. febrúar 1983. Stjórn- in hélt tvo fundi á tímabilinu 29. febrúar 1984 — 28. febrúar 1985. Ársfundur var haldinn 28. febrúar 1985. Rannsóknir 1984-85: Rannsóknar- og ritstörf kennara í fullu starfi við lagadeild, sem teljast starfa við Lagastofnun Háskóla íslands, voru sem hér segir: 268

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.