Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Page 23

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1989, Page 23
færslu barna. Þetta er ekki óeðlilegt þar sem lagaákvæði þessi tengj- ast framfærslu barna, en að auki er það í samræmi við venju að ræða þau í þessu samhengi.2 Athyglinni verður einkum beint að framfærslu- skyldu foreldris sem ekki hefur forsjá barns og rétti forráðamanns barns til að fá greiddan framfærslueyri með barni samkvæmt 14. gr. 1. 67/1971 um almannatryggingar (atl.). Framfærslueyrir í fyrrnefnda tilfellinu nefnist meðlag, en í hinu síðara barnalífeyrir. Það er eðlilegt að umfjöllun um meðlag annars vegar og barnalífeyri hins vegar fari saman, þar sem um hliðstæður er að ræða í þeim skilningi að barna- lífeyrir kemur í stað meðlags þegar ekki er um meðlagsskylt foreldri að ræða eða geta annars eða beggja foreldra til að standa undir fram- færslu barns er skert af nánar tilgreindum ástæðum. 1.2. Hugtakið „valdsmaður“ Hugtakið „valdsmaður“ kemur víða fyrir í lögum þar sem fjallað er um framfærslu barna, án þess að merking þess sé skýr.3 Þegar 2 Sjá t.d. Ármann Snævarr: Barnaréttur, Reykjavík 1987, s. 82. 3 Sbr. t.d. 1. mgr. 15. gr„ 3. mgr. 16. gr„ 2. mgr. 17. gr„ 2. mgr. 19. gr„ 1. mgr. 20. gr„ 21. gr„ 22. gr„ 1. og 2. ntgr. 25. gr„ 1. og 2. mgr. 26. gr„ 1. mgr. 27. gr„ 1. og 2. mgr. 28. gr. og 3. mgr. 29. gr. bl. í 1. mgr. 29. gr. bl. er talað um yfirvaldsúrskurð og er þar átt við úrskurð valdsmanns; 1. mgr. 9. gr. 1. 20/1923 um réttindi og skyldur hjóna og 1. mgr. 10. gr. fl. í 9. gr. þeirra laga er talað um yfirvald og sama á við um 45. gr„ 1. mgr. 50. gr. og 2. mgr. 52. gr. 1. 60/1972. Orðið kemur víðar fyrir i lögum, en þau ákvæði sem hér hafa verið talin lúta að framfærslu barna með einum eða öðrum hætti, nema þau síðast- töldu sem fjalla um greiðslu framfærslueyris milli hjóna innbyrðis eftir að leyfi til skilnaðar að borði og sæng hefur verið gefið út. Davíð Þór Björgvinsson lauk B.A.-prófi í sagn- fræði og heimspeki frá heimspekideild Háskóla íslands 1982, embættisprófi í lögfræði frá laga- deild sama skóla 1985 og LLM-prófi frá Duke University School of Law í Bandaríkjunum 1987. Davíð Þór er settur dósent við lagadeild Há- skóla íslands. Kennslugreinar hans eru á sviði sifjaréttar og samanburðarlögfræði. 165

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.