Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1994, Síða 45

Ægir - 01.11.1994, Síða 45
Fóðrun villts þorsks: Veruleg aukning vaxtarhraða Björn Björnsson fiskifræöingur á Hafrannsóknastofnun. „Fyrstu tilraunir með þorskeldi hér á landi hófust á Stöðvarfirði fyrir tveim- ur árum. Þær fólust í því að veiða smá- fisk og setja i flotkvíar. Hafrannsókna- stofnunin merkti 300 þorska og fylgd- ist með vaxtarhraðanum í eitt og hálft ár. í ljós kom að þorskurinn óx mjög vel og nýtti fóðrið vel. 3 kíló af síld og loðnu gáfu 1 kílós vöxt." Þannig lýsti Björn Björnsson fiski- fræðingur aðdraganda fóðrunartil- rauna á villtum þorski í Stöðvarfirði í erindi sem hann hélt á aðalfundi Sam- taka fiskvinnslustöðva á Selfossi 23. september 1994. Björn fékk þá hug- mynd að sleppa kvíunum úr ferlinu og fóðra þorskinn beint í firðinum og fannst líklegt að safna mætti saman fjölda fiska með reglubundinni fóör- un. Fyrst var gerð könnun á næringar- ástandi þorsks á fimm fjörðum eystra. Það voru: Stöðvarfjörður, Berufjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður og Mjóifjörður og var rannsakað heilsufar 100 fiska sem veiddir voru á handfæri í hverjum firði. í ljós kom að þeir voru frekar mjóslegnir með litla lifur, lítið magainnihald og um 15% styttri en fiskur í kvíum. Þetta er ekki einsdæmi fyrir austan því gagnasöfnun í togara- ralli bendir til þess að lifur í þorski á grunnslóð sé víða smá. Þetta telur Björn stafa af lítilli skörun á útbreiðslu þorsks og loðnu sem er aðalfæða þorsksins. Sé vöxtur á kvíaþorski borinn sam- an við þorsk úr togararalli kemur í ljós um tvöfaldur munur og bendir það ótvírætt til þess að auka megi vaxtar- hraða þorsks með fóðrun en miðað við önnur norðlæg svæði er vaxtarhraði þorsks einna hæstur hér og hefur veriö nokkuð stöðugur undanfarin 9 ár. Við tilraunirnar í Stöðvarfirði var notaður 5 tonna bátur. Um borð í honum var tunna með fóðri og úr tunnunni 40 metra langur barki sem dreginn var á eftir bátnum á 23 metra dýpi. Fleki með fiskleitartæki fylgdist með lóðningum. Niðurstöðurnar voru ótvírætt þær að fiski á svæðinu fjölgaði verulega og færðist nokkuð innar í fjörðinn. Á fisk- leitartækjum sást hann þéttast á svæð- inu kringum barkann. Stærri fiskur virtist laðast aö þessum tilraunum. Rannsóknir fyrir og eftir sýndu að fisk- urinn tók fóðrinu vel og mældist með stærri lifur og miklu meira magainni- hald eftir fóðrunartilraunirnar en fyrir þær. Björn Björnsson telur að næstu skref hljóti að verða að loka einum litlum firði alveg fyrir veiðum og merkja fjölda þorska og fóðra þá í langan tíma til þess að meta arðsemina. Helstu kostir fóðrunar á villtum þorski eru að hans mati: friðun á smáfiski, veruleg aukning vaxtarhraða, jafnari og betri gæði, minni veiðikostnaður, minna af- rán og sjálfrán þorsks og möguleg leið til að auka afrakstur íslandsmiða. Draumsýn Björns Á fiskimiðum við ísland eru fjöl- margar fóðrunarstöðvar. Þær eru jafn- an staösettar þar sem mikið er af uppvaxandi þorski. Hafrannsókna- stofnun fylgist með ástandi fisks á hverjum stað, fylgist með fjölda fiska, næringarástandi og raðar fóðurstöðv- um upp í forgangsröð eftir þörf. Haf- rannsóknastofnun pantar loðnufarma og sendir þá þangað sem þörfin er mest. Ferskleiki fóðursins er tryggður með blöndun íss í loðnuna nýveidda. Loðnuskip á fóðrunarstað setur niður barka og siglir eftir ákveðnum línum meðan farminum er dælt út og hljóð- merki gefin til að laða fiskinn að. Fóðrunarsvæðin eru opnuð fyrir veiðum með tilliti til ástands fisksins og eftirspurnar. Útgerðarkostnaður lækkar vegna aukins afla á litlu svæði en fiskverð hækkar því veiðum er stýrt með tilliti til eftirspurnar. Þetta sér Björn Björnsson þegar hann skyggnist inn í framtíðina. O Þýski flotinn minnkar Þýski fiskiskipaflotinn hefur minnkað úr 76.300 brúttólestum í 72.000 brl. Fækkun skipa nemur um 100 sjóförum og tæplega 29 millj- ónum marka var á árinu varið til þess að úrelda þennan flota. Megin- ástæður þessa samdráttar eru lægra verð, minni afli og hertar kröfur til búnaðar fiskibáta með tilliti til um- hverfisverndar. (Fiskeri Tidende okt. 1994) ÆGIR NÓVEMBER 1994 45

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.