Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1994, Blaðsíða 31

Ægir - 01.11.1994, Blaðsíða 31
Þau eru snör handtökin við síldina hjá Borgey. annarri vinnu lýkur því meðan næg síld berst vill Ágúst aö síldar- vélarnar gangi helst allan sólar- hringinn. Hann viburkennir að næstu vikurnar muni margir starfsmenn Borgeyjar, hann sjálf- ur þar með talinn, sofa ansi lítið. „Menn eru gífurlega duglegir því það er eins og síldin færi þeim aukakraft. Það er gríðarlega gaman að vinna í síldinni og Hornfirðing- ar eru vanir þessu. Það er mikill hraði í síldinni." Meðan síldarvinnslan stendur yfir er ekki önnur fiskvinnsla hjá Borgey enda aflar fyrirtækið alls síns hráefnis á markaði en rekur ekki útgerð. Hvernig er verðlags- málum háttað á síldinni? „Það má segja ab það sé jafn- vægi í saltsíldinni en verð á frystri síld fer frekar lækkandi." Aukin virðing fyrir hráefninu Fyrir síld sem landað er til manneld- is eru greiddar um 8 krónur fyrir kílóið en verð á síld til bræbslu er 4-5 krónur. „Ég finn mikinn vilja hjá skipstjór- um til þess að landa til manneldis ein- göngu og vanda fyrir vikið meðferð hráefnisins. Með bættri meðferð opn- ast nýir markabir en fram til þessa hef- ur verðmunurinn á síld til bræðslu og manneldis verib þab lítill að það hefur ekki verið mikill hvati. Það er hins vegar ljóst að í kjölfar þess að markaðir okkar hrynja í austri meb umskiptunum í Rússlandi þá verðum vib aö byrja upp á nýtt og framleiða á lágu verði meban vib vinn- um okkur fótfestu á ný." Á fullri ferð Ágúst er yfirverkstjóri hjá Borgey og er ábyrgur fyrir framlegðarútreikning- um, mannaráðningum og er yfirmaður 9 verkstjóra sem aftur stýra ýmsum deildum vinnslunnar. Hann er Hafn- firðingur og vann hjá Bæjarútgerðinni þar og Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga áður en hann hóf störf hjá Borgey 1993. í söltunarhúsinu er allt á ferð og flugi. Saltið er vigtað og skammtað í vélasamstæðuna sem vöðlar saman réttum skammti af síld og salti og steypir í tunnur. Annars staðar snúast flökunarvélar og færiböndin bruna silfri hafsins í ýmsum myndum í ólíkar umbúðir. Vélarnar afkasta 2000-4000 tunnur af síld á sólarhring eftir því hvort saltab er í heilu eða ekki. Ágúst leiðir blaðamann Ægis um salarkynni, bjargar honum frá því að verða undir lyftara, hvetur sína menn, brosir til síldarstúlkna, leiðbeinir og bannar. Á skrifborði söltunarverkstjórans bíöur fax frá Síldarútvegsnefnd sem snýst um afgreiöslu á 500 tunnum í hendur kaupenda erlendis. Síminn eltir Ágúst hvert sem hann fer og hann svarar öll- um sem sama jafnaöargeðinu hvort sem það eru smástrákar að sækja um vinnu, verkstjórar með brýn úrlausnar- efni eða gamlir síldarjaxlar í heimsókn. Byrjaði 10 ára í síldinni Verkstjórinn i söltunarhúsinu heitir Eiríkur Arnþórsson og er frá Fáskrúbs- firði og hefur verið viðriðinn síldar- söltun í 30 vertíðir að minnsta kosti. „Ég var 10 ára þegar ég byrjabi að snúast á planinu heima. Mér finnst alltaf jafngaman að þessu. Ég finn ekk- ert stress og ég kalla það ekki stress, ég kalla það fjör." Ágúst skrifar á miða minnisat- riði um hámarkslengd á flökum fyrir einhvern ákveðinn kaup- anda. Liggur beint við að spyrja hvort sé hagnaður af síldar- vinnslu? „Já," segir Ágúst. „En til þess að þessi vinnsla borgi sig þarf margt að ganga upp. Við erum sveigjanlegir og getum fært fólk á milli eftir þörfum. Vib einbeitum okkur að þessu verkefni meðan það stendur og gerum okkar besta meb tækjum og fólki. Við erum heppnir með báta í viðskiptum. Hingað sækja góðir skipstjórar eins og Hákon á Húnaröstinni og Magnús á Sunnuberginu. Þeir finna síld ef hún á annað borð finnst og eru fljótir að því á stór- um og vel búnum skipum. Þess vegna getum við verið meb síld á hverjum degi. Auðvitað er þetta margfalt hagstæð- ari vinnsla fyrir alla aðila en að bræða síldina. Söltun skapar störf og umsvif og ég hef séð útreikninga um að það sé nífalt betra fyrir samfélagið að salta síld en bræða, þó verðið sé lágt." Norðurlandssíldinni þarf að vinna sess á markaði - ef hún kemur Nú er margt skrafaö um norsk-ís- lenska síldarstofninn sem fer óðum vaxandi og gengur orðið alla leið inn í íslenska lögsögu. Sér Ágúst fyrir sér síldarvinnslu stærri hluta ársins þegar verður farið að veiða Norðurlandssíld- ina á ný? „Ég get alveg séð það. Við erum að minnsta kosti tilbúnir og því lengur sem vinnslan stendur verður hún hag- kvæmari. Hitt er svo annað mál að Norðurlandssíldin var og er talsvert stærri en sú síld sem við veiðum nú og seljum. Markaburinn er oröinn vanur smásíld svo þegar og ef farið verður að veiða Norðurlandssíld á ný þarf að vinna henni sess á markaönum. Ég er bjartsýnn á framtíð síldar- vinnslu. Þetta er góður matur og holl- ur sem alltaf verður markaður fyrir." Að svo mæltu er Ágúst rokinn á vit síldarinnar. □ ÆGIR NÓVEMBER 1994 31

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.