Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1994, Side 27

Ægir - 01.11.1994, Side 27
Aöalfundur smábátaeigenda Önglaveiðar verði frjálsar 10. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda sem hald- inn var í Gerðubergi 14. október sl. samþykkti eftirfarandi: „Yfirskrift 10. aðalfundar Landsambands smábátaeigenda er „Yrkjum miðin, eflum smábátaútgerð". í beinu samræmi við þessa yfirskrift er grundvallarsjónar- mið Landssambands smábátaeigenda að önglaveiðar eigi að vera frjálsar. Vera má aö slíkt sjónarmið þyki óraunhæft við ríkjandi aðstæður, en það breytir engu um þá staðreynd að hvað sem öllum vísindum og hagfræði líður hefur ekki nokkru sinni verið sýnt fram á að hinar hefðbundnu strandveiðar svo sem þær hafa verið stundaðar mann fram af mann við íslandsstrendur gangi af fiskistofnum dauðum. Hinar gífurlegu tækniframfarir stórtækra veiðarfæra og veiðiskipa hafa á hinn bóginn leitt til hnignunar og niður- brots bæði fiskistofna og heilla samfélaga. Á sama tíma og fjölmörgum minni byggðarlögum á ströndinni er meinað að sækja lífsbjörg sína og tilveru- grundvöll í hafsvæöið fyrir framan bæjardyrnar hjá sér safn- ast veiðiheimildirnar í æ ríkara mæli á hendur örfárra aðila sem ráðskast með þær að vild. Þessi niðurstaða er í hróp- andi ósamræmi vib alþjóbasamþykktir sem íslensk stjórn- völd hafa undirritað og þar með skuldbundið þjóðina til að fara eftir ásamt því að ganga þvert á öll yfirlýst markmið sjálfra fiskveiðistjórnunarlaganna. Sú spurning er orðin mjög knýjandi að þessi byggðarlög snúist gegn þessari þróun og krefjist t.d. óskoraðs nýtingar- réttar innan skilgreindrar byggðarlandhelgi þaðan sem afl- anum yrði landað til vinnslu í landi. Þeir smábátasjómenn á íslandi sem verst em settir innan þess stjórnkerfis sem nú er vib lýði eru smábátaeigendur á aflamarki. Þaö ætti öllum að vera ljóst að bátur sem þarf aö bæta við sig 370% til að veiðiréttur hans verði sá sami og hann var fyrir tæplega fjórum árum síðan hefur verið gróf- lega hlunnfarinn af stjórnvöldum. Þessi staðreynd ætti að vera öllum ljós sem gera sér grein fyrir því aö á sama tíma hefur heildarviðfangsefni íslenska flotans ekki breyst svo neinu nemi. Það er skýlaus krafa Landssambands smábátaeigenda að hlutur þessara aðila verði réttur. Lágmarkskrafa er að þeim verði nú þegar úthlutað sérstöku leyfi til handfæraveiða þrjá síðustu mánuði hvers fiskveiðiárs. Fjölmargir þessara aðila hafa nú þegar misst eigur sínar og atvinnu. Sú mannlega niðurlæging sem þeir hafa oröið að þola í samfélagi sem vill kenna sig við háþróað lýðræði og réttarfar er til skammar. 10. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda brýnir hib háa Alþingi til að ganga til þeirrar höfuðskyldu sinnar að grundvallarmannréttindum stjórnarskrárinnar sé full- nægt gagnvart þessum mönnum." Sjávarútvegsnefnd Landssambands smábátaeigenda ályktaði eftirfarandi: „1. Lögum um stjórn fiskveiða verði breytt þannig ab þeim smábátum sem verst hafa farið út úr veiðiheimilda- skerðingum undanfarinna ára verði tryggður rekstrargrund- völlur. Úthlutað verði til þeirra sérstöku handfæraleyfi sem gilda mundi á tímabilinu 1. júní til og með 31. ágúst ár hvert. Afli sem veiddur er á því tímabili yrði ekki talinn með í aflamarki bátanna. Rétt á slíku veiðileyfi hefðu ein- göngu þeir bátar sem veitt hefbu sjálfir úthlutab aflamark í þorski, enda sé aflahlutdeild þeirra ekki minni en hún var 1. janúar 1991. Á yfirstandandi fiskveiðiári verði þessi afli utan úthlutaðs heildarafla í þorski. Yrði þar um lágmarks- áhættu að ræða vegna uppbyggingar þorskstofnsins. 2. Aflamarksbátar undir sex tonnum sem ekki hafa selt frá sér aflahlutdeild fái endurvalsrétt þannig að þeir hafi kost á ab komast inn í krókakerfið og hlutdeild þeirra bætist við pottinn. 3. Tvöföldunartímabili línuveiða verbi breytt á þann veg að valmöguleiki verði gefinn sem gerir mönnum kleift ab taka tvöföldunartímabilið í september og október og febrú- ar til mars. 4. 10. aöalfundur LS beinir því til Alþingis hve hrikalegar afleiðingar lög um takmörkun framsalsréttar gætu haft fyrir eigendur smábáta á aflamarki. Þessi iög feia í sér að ekki er mögulegt að leigja til sín nema sama magn og báturinn fær úthlutað. Þessi lög verða aö ganga til baka áður en þau fara ab hefta möguleika kvótalítilla manna til ab bjarga sér í nauð. 5. Úthlutun jöfnunarsjóðs verði á þeim tegundum sem viðkomandi skip eru með í veiðireynslu þannig að þeir sem eingöngu hafa þorskkvóta fái úthlutað þorski úr sjóðnum. 6. LS gerir þá kröfu aö allur kvóti sem vinnst í norðurhöf- um og öbrum alþjóðlegum hafsvæbum bætist við heildar- kvóta allra íslenskra fiskiskipa er veiðar stunda á þeim teg- undum fisks sem þarna er um að ræða. 7. Aðalfundur LS beinir þeim tilmælum til sjávarútvegs- ráðherra að bátar á sérveiðum megi ekki selja eða leigja frá sér aflaheimildir í þorski fyrr en sérveiðum er lokið. Þetta gildir um veiðar á grásleppu og rækju, svo og öðrum þeim veiðiskap sem sérveiðar kallast." Heitar umræður urðu á þinginu um tillögu um að setja 90 tonna hámark á afla krókabáta. Tillögurnar mættu mjög mikilli andstöðu og ab lokum samþykkti sjávarútvegsnefnd eftirfarandi: „Sjávarútvegsnefnd leggur til að ákvörðun um að óska eftir þaki á krókabáta verði frestað þar til reynsla er komin á núverandi kerfi. Sé ljóst ab loknu 2. tímabili að í óefni stefni skal kalla saman fundi í svæðisfélögum LS og taka umræðuna upp þar sem frá var horfið." O ÆGIR NÓVEMBER 1994 27

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.