Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1994, Blaðsíða 14

Ægir - 01.11.1994, Blaðsíða 14
SJÁVARSÍÐAN VIÐ NÁNARI ATHUGUN ANNÁLL Bylting í rækjuiðnaði Nýjar flokkunarvélar í rækjuvinnslu eru í þann veginn að valda byltingu í rækjuiðna&i. Þessi tækni byggir á því aö með myndbandstökuvélum er horft á skelfletta rækju á færibandi og illa pilluð rækja, ópilluð rækja eða aðskotahlutir flokkabir frá með því að blása þeim af bandinu. Gölluð rækja fer þannig í endurflokkun. Þessi tækni hefur þegar rutt sér til rúms í rækjuiðnabi í Græn- landi og í Noregi. Vél af þessu tagi er þegar komin í notkun hjá Strýtu hf. á Akureyri og aðrar eru væntanlegar tii Ingimundar hf. og Þormóðs ramma hf. á Siglufirði og Básafells á ísafiröi. Margar fleiri verksmiðjur munu hafa sýnt málinu áhuga nú þegar. Þessi tækninýjung leysir mannshöndina og augaö af hólmi og fækkar talsvert þeim starfsmönnum sem þarf við rækjuvinnslu. 35 starfsmönnum tveggja fyrir- tækja á Siglufirbi og rúmlega 10 hjá Strýtu á Akureyri hefur þegar verið sagt upp. Talið er ab alls muni starfsmönnum í rækjuiðnaði á íslandi fækka um 130- 160 eftir því margar verksmiðjur kjósa ab nýta sér þennan nýja búnab. Þegar horft er á þessa fækkun er rétt að hafa í huga að frá 1987 til 1993 hefur rækjuafli á grunnslóö aukist úr 3.913 tonnum alls í 7.680 og á djúpslób hefur aflinn aukist úr 34.723 tonnum í 46.201 tonn. Af sjálfu leiðir að starfsfólki í rækjuiðnaðinum hefur fjölgaö verulega á þessum tíma. Tæknibyltingin gæti skipt sköpum fyrir rækjuiðnaðinn Á síbustu árum hefur rækjuverð verið mjög lágt, fallib um 40% á fimm árum og erfiðleikar í rækjuiðnaði í samræmi við það. Pétur Bjarnason framkvæmda- stjóri Samtaka rækju- og hörpudiskframleibenda sagði í samtali vib Ægi ab um- rædd tæknibylting leiddi til hagkvæmni sem skipt gæti sköpum um afkomu verksmibjanna vegna síaukinnar og harðnandi samkeppni frá eldisrækju á heimsmarkaði. Tvær gerðir af flokkunarbúnaði eru í boði. Önnur byggir á myndbands- tækni eingöngu og er þab sá sem þegar hefur verið pantaður í þrjár verksmibj- ur. Einnig er til búnabur sem skoðar rækju á færibandi meb leysigeislum og getur greint bæði litbrigði og harða eba mjúka áferð. Fyrrnefndi búnaður- inn kostar 10-15 milljónir meðan sá síðarnefndi kostar 25-30 milljónir. Flokkunarbúnaðurinn getur afkastaö 900-1700 kílóum á klukkustund eftir stærð. 23 rækjuverksmibjur eru starfandi á íslandi, þar af 19 sem eitthvað kvebur aö, og samkvæmt heimildum Ægis eru að minnsta kosti 14 þeirra nógu stórar til þess að grundvöllur sé fyrir kaupum á flokkunarbúnaði. í hverri verksmibju gæti fækkað um 10-12 störf. Fyrir utan Siglufjörð og Akureyri á þetta við verksmiðjurnar á Eskifirði, Húsa- vík, Dalvík, Skagaströnd, Súðavík, ísafiröi og Stykkishólmi. O Pétur Bjarnason framkvæmdastjóri. VH Sjávarútvegsráðuneytið ■9 heimilar sjö skipum að veiða síld í flottroll á yfirstandandi ver- tíb. Stærsta skipið sem hefur leyfi til slíkra veiða er nýja Guðbjörgin frá ísafirði, nær 2.000 brúttórúm- lestir. V|| Ýmis samtök sjómanna b9 leggja til að vetrarveiðar í Smugunni verbi bannaöar. Áiit sitt byggja þau m.a. á úttekt Einar Sveinbjörnssonar veburfræðings á ísingarhættu á þessum slóðum sem er talin veruleg. M Sigurvon ÍS frá Suðureyri ■Aii auglýst til sölu með 320 þorskígilda tonna kvóta. Margir verða til þess að bera víurnar í skipið meðan sveitarstjórn rær ab því öllum árum að halda því áfram í plássinu. Pfl Mjög treglega horfir með Hfl sölu á saltsíld en aðeins hefur verið samið um sölu á 50 þúsund tunnum. Rúmlega 90 þúsund tunnur voru seldar í fyrra. Gunnar Jóakimsson framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar segir söluna fara betur af stað en í fyrra. OT 53. Fiskiþing haldið á Hótel Ih Sögu. LÍÚ neitar að senda fulltrúa og segir þingið ekki góöan vettvang fyrir útgerðina þar sem hagsmunir hennar séu fyrir borð bornir. M Jónas Haraldsson lafl lögfræðingur LÍÚ segir á Fiskiþingi að smábátaeigendur geti fengib hlut í væntanlegri kvótaaukningu vegna úthafsveiða ef þeir treysti sér til þess að sækja kvóta sinn sjálfir á eigin skipum í Smuguna. MJI Einar K. Guðfinnsson Iðifl alþingismabur frá Bolungarvík kjörinn formaður Fiskifélags íslands á 53. Fiskiþingi. PPC Samkvæmt togaraskýrslu LÍÚ Iflifl jókst aflaverðmæti togaraflotans um 258 milljónir fyrstu átta mánuði ársins 14 ÆGIR NÓVEMBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.