Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1994, Síða 36

Ægir - 01.11.1994, Síða 36
Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, situr á björgunarfari um borö í Sæbjörginni: „Frá 1988 hafa farist 55 sjómenn eða um þaö bil tvær togaraáhafnir." varnaskóla sjómanna og margir hafa komib oftar en einu sinni. Ýmsar tegundir námskeiða eru í boöi, bæöi grunn- og framhaldsnámskeiö og sérhæfö námskeið fyrir skipstjórnar- menn í öryggisþjálfun áhafna, meðferð lyfjakistu, skyndi- hjálp og fleiru. Sérstök námskeið hafa verib haldin fyrir trillusjómenn og einyrkja á smærri bátum. Hilmar Snorrason skólastjóri slysavarnaskólans sagði í samtali vib Ægi að brýnt væri ab ná til sem flestra sjó- manna, helst allra. Hann taldi ab að minnsta kosti 1.000 sjómenn hefðu aldrei komið á námskeið hjá skólanum. Þetta er ab breytast því lögum um lögskráningu var breytt á síðasta Alþingi og senn verður öllum sjómönnum á bátum stærri en 12 tonn, sem falla undir lögin, skylt ab hafa gilt skírteini frá slysavarnaskólanum um að þeir hafi sótt þang- að öryggisfræðslunámskeiö. Aðlögunartíminn nær til 1. jan- úar 1996 en þá skulu allir skipstjórnarmenn hafa slíkt skír- teini en aðrir sjómenn hafa frest til 1. janúar 1997. Sjómenn haldnir „súpermanns“-hugmyndum „Þetta er skref í rétta átt," sagöi Hilmar. „Ég neita því ekki að við hefðum í framhaldi af þessu viljað setja ákveð- inn gildistíma á skírteinin okkar, t.d 3-5 ár. Þetta er gert í nokkrum löndum þar sem við þekkjum til. Námskeiðin opna í sjálfu sér aðeins augu sjómanna fyrir hættunum. Þessari þekkingu þarf að halda við og endurnýja og stunda reglulegar æfingar um borb. Ég þekki menn sem hafa komið til okkar 4-5 sinnum á námskeið og segjast alltaf læra meira og meira. íslenskir sjómenn eru margir hverjir haldnir „súpermanns"-hugmyndum og halda að ekkert geti hent þá. Menn mega ekki hampa 10 ára gömlum skírteinum og halda að þá séu þeir tryggðir fyrir lífstíð. Mín skobun er sú ab við eigum ab gera sömu kröfur til öryggis og endurmenntunar á því sviði til sjómanna eins og gert er í fluginu. Það þarf að vekja útgerðarmenn til meðvit- undar um þeirra hlutverk í því að gera miklar kröfur til sinna skipa og skipstjórnarmanna á sviði öryggismála." Öryggiskröfur fyrir farmenn og skyldunámskeið eru vel þekkt alþjóðleg fyrirbæri en mjög fáar þjóðir gera slíkar kröfur til fiskimanna. Norðmenn eru þar á meðal en með því að lögbinda námskeib fyrir fiskimenn eins og íslending- ar hafa nú gert skipa þeir sér í fremstu röð þjóða í heimi á þessu sviði, að sögn Hilmars. „Þjálfun kostar peninga en slysin kosta miklu meira. Mannslíf verða ekki metin til fjár. Með tilstyrk hins opin- bera getum við haldið kostnaði við námskeiðin okkar í lág- marki. Þau kosta nú 6.000 krónur á mann. Við teljum að út- geröin spari ómældar upphæðir með því að fjárfesta í for- vörnum. Vib höfum mýmörg dæmi um menn sem hafa bjargast úr sjávarháska og þakka það þ\í sem þeir lærðu á námskeiði hjá okkur. Við vitum að í Bretlandi er kostnaður vinnuveitenda við öryggisnámskeið 40.000-60.000 krónur á mann." Hilmar sagði að víba skorti aðstöðu til þjálfunar og æf- inga. Þannig væri aðstaða um borð í Sæbjörgu til þess að æfa reykkköfun í skipi og það var til skamms tíma sú eina á landinu. Slökkviliðið í Reykjavík á orðið slíka aðstöðu en hún er ekki færanleg. Úr þessu þarf að bæta, ab mati Hilm- ars. Langar útiverur mikill álagsþáttur „Annað sem við þurfum að huga betur að er sálgæsla og eftirmeðferð fyrir þá sem komast af úr slysum. Ég hef séð skip koma að landi með skipbrotsmenn og það fyrsta sem mætti þeim á bryggjunni voru abgangsharðir fréttamenn," segir Hilmar. Hann lýsir og þeirri skoðun sinni ab í kjölfar fjölgunar verksmiðjuskipa hafi orbið kynslóbaskipti meðal sjómanna. Hann telur að mikill álagsþáttur í starfi sjó- mannsins séu langar útivistir sem fylgi verksmiðjuskipum og ekki síst veiðum á fjarlægum miðum, s.s. í Smugunni í Barentshafi. Slysavarnafélagið keypti Þór af Landhelgisgæslunni 1986 fyrir 1.000 krónur. Landhelgisgæslan hafði þá lagt skipinu eftir að önnur af tveimur aðalvélum þess eyðilagðist 1984. Þetta gerir það að verkum að þótt Sæbjörg geti siglt fullar 14 mílur lætur hún afar illa að stjórn inni í höfnum því stýrið er aðeins eitt og ekki beint fyrir aftan einu skrúfuna sem virkar. Hilmar sagbi ab Sæbjörgin væri að mörgu leyti gott skip en ef hann mætti velja sér nýtt skip vildi hann fá stærra, t.d. af ferjustærð sem gæti tekið gáma með búnabi um borð og pláss væri fyrir tvo kennslusali svo hægt væri að vera meb tvö námskeið í gangi í einu. Frá 1988 hafa farist 55 sjómenn eða um það bil tvær tog- araáhafnir. Þab sem af er árinu 1994 hafa aöeins farist 3 í sjó sem er talsvert minna en í meðalári en árið er heldur 36 ÆGIR NÓVEMBER 1994

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.