Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1994, Síða 19

Ægir - 01.11.1994, Síða 19
skoöanaskipti verður að viðhalda málefna- legri umræðu milli aðila. Margar stofnanir þjóðfélagsins, svo sem Álþingi, hafa í gegnum árin getað leitað eftir upplýsingum í þekkingarbrunni Fiskifélags íslands og ég tel nauðsynlegt að slíkt verði áfram mögulegt í framtíðinni. Tæknideild FÍ hefur á undanförnum árum unnið gott starf og getur gert betur ef vel væri að henni búið. Sú þjónusta við sjávarútveginn hefur ekki verið seld á dýru verði, enda oft vand- séð hvernig verðleggja á rannsókna- og hönnunarvinnu. Það þykir eðlilegt að ríkið styrki og sjái að miklu leyti til þess að hag- nýtar rannsóknir og þróunarvinna séu til stabar í þjóðfélaginu og ekki um þær ákvarð- anir miklar deilur enda fyrirtæki oft ekki í stakk búin til þess að kosta slíka starfsemi sem síðar nýtist vítt og breitt í þjóðfélaginu. Fiskifélag íslands hefur verið upplýsinga- miðill fyrir marga og má þar til nefna skóla, bæði sérskóla og almenna gmnnskóla. Fræðsla kostar fé hvar sem hún er veitt og þjónusta FÍ á þessu sviði er örugglega ekki dým verði keypt. Ab öllu þessu samanlögðu sýnist mér að það væri afar slæmt verk og lítt öfundsvert hlutskipti þeirra sem vilja rífa niður þann vettvang í sjávarútvegi þar sem aðilar hittast og skiptast á skobunum um málefni sjávarút- vegs án þess að þar séu uppi á borðum þær hörðu deilur sem kjaradeilum fylgja." Gunnlaugur Stefánsson Alþýðuflokki Verðmæt þekking sem ber að varðveita „Fiskifélag íslands hefur gegnt mikilvægu hlutverki í íslenskum sjávarútvegi um langt skeið. Nú hefur starfsemi félagsins breyst á síðustu ámm, einkum vegna tilkomu Fiski- stofu. Félagið hefur ablagað sig þessum breytingum með ýmsum hætti. Nú má segja ab starfsemi þess sé afmarkaðri en áður. í raun má skipta starfsemi Fiskifélagsins í tvennt. Annars vegar er þab félagslegur vett- vangur þar sem aöilar í sjávarútvegi geta ræðst vib, með þátttöku áhugafólks. Hins vegar er um ab ræða margháttaða þjónustu- starfsemi við sjávarútveginn, stofnanir hans og ríkisvaldið. Sú breyting hefir orðið á undangengin ár ab ríkisvaldib hefur dregið úr fjárframlögum sínum til Fiskifélagsins. Eðlilegt má telja að hið opinbera styrki ekki með fjárframlögum framfara- og hagsmunafélög á borð vib Fiski- félag íslands. Félagið hefur að vísu nokkra sérstöðu þar sem það er ekki hagsmunahópur í þröngum skiln- ingi heldur miklu fremur vettvang- ur sjávarútvegsins. Engu ab síður er vandséð að félagsstarfsemi þessi sé kostuð af opinberu fé. Allt öðru máli gegnir um þjón- ustu Fiskifélags íslands. Það er eðli- legt að hún sé greidd af notendum eins og önnur þjónusta. Þannig greiðir ríkisvaldið til rannsókna- stofnana. Rannsóknastarfsemina, sem lýtur að grunnrannsóknum og sem ekki verður fjármögnuð með þjónustutekjum, er mikilvægt að verja, ella getur farið svo að verð- mæt þekking flytjist úr landi. Sama er að segja um fræðslustarfið á veg- um Fiskifélagsins. Síðast en ekki síst fer fram á veg- um Fiskifélagsins margs konar úr- vinnsla talnalegra gagna. Þar er um að ræða verktakastarfsemi sem greitt er fyrir. Enginn vafi er á því að þau vinnubrögð eru til hagsbóta fyrir hið opinbera þar sem Fiskifé- lagið byggir á mikilli reynslu og nýtur trausts innan sjávarútvegsins. Ég tel því eðlilegt ab þróa starf Fiskifélagsins á þessum grundvelli, það er ómetanlegur vettvangur sem alls ekki má leggja niður og ég vona að sjávarútvegurinn muni eiga þar þann samhljóm sem er nauðsynleg- ur." O HAGGLUNDS Afl sem tekur lítið pláss - Tengist beint á vindur eða iðnaðarvélar - Snúningsátak allt að 150 000 Nm. Hönnum og setjum upp vökvakerfi. Viðgerða og varahlutaþjónusta. Umboð:___________________________________________ Sig. Sveinbjörnsson hf. umboðs og heildverslun. Skeiðarási - 210 Garðabæ - Sími 91 658850 - Fax 91 652860 ÆGIR NÓVEMBER 1994 19

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.