Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1994, Blaðsíða 24

Ægir - 01.11.1994, Blaðsíða 24
smáriðinn möskva. Legg-gluggar hafa reynst vel til þess aö skilja smáan fisk frá kolaaflanum. Þingiö telur í ljósi þeirra upplýsinga sem þaö aflaði sér að full þörf sé á að stjórnvöld fari yfir þessi mál með tilliti til þess að stofn- arnir séu nýttir á skynsamlegan hátt og framfarir í veiðarfæratækni verði notaðar til þess að minnka skaðsemi veiðarfærisins. Þróunardeild Fiskveiðasjóðs íslands 53. Fiskiþing beinir þeim eindregnu tilmælum til stjórnar Fiskveiðasjóðs ís- lands að hún leggi þróunardeild Fisk- veiðasjóðs til fé sem veitt verði til að styrkja rannsóknir, þróunarverkefni og markaðsmál á öllum sviðum sjávarút- vegsins. Greinargerð Þingið telur að íslenskur sjávarút- vegur þurfi á verulega aukinni áherslu á rannsóknir og þróunarstarf að halda. í lögum um Fiskveiðasjóð íslands er gert ráð fyrir að honum sé heimilt ab leggja fjármuni til þróunarverkefna. Þessa heimild hefur sjóðurinn ekki nýtt sér hin síðustu ár. Þingið telur brýnt ab Fiskveiðasjóbur íslands sinni þessu hlutverki sínu sem honum er með fyrrgreindum lögum falið. Auknar rannsóknir á grásleppu 53. Fiskiþing leggur til að Hafrann- sóknastofnun verði gert kleift að auka rannsóknir á grásleppustofninum, m.a. með merkingum og athugunum á hvort önnur veiðarfæri, svo sem rækjutroll, fisktroll, dragnót og haust- veibar á loönu, hafi áhrif á minnkandi grásleppuveiði. Einnig væri æskilegt ab kanna hvort aukin hafbeit á laxi hafi áhrif á grásleppustofninn. Greinargerð Þingið telur að auknar rannsóknir á grásleppustofninum og áhrifum veiöa annarra tegunda á hann séu af hinu góða og í samræmi við eðlilegar áhersl- ur í hafrannsóknum. Um tæknideild Fiskifélags íslands 53. Fiskiþing vill enn á ný vekja at- hygli á mikilvægi rannsóknaþáttar í starfsemi tæknideildar Fiskifélags ís- lands. Tæknideildin stundar almennar rannsóknir á sviði skipatækni sem ekki er sinnt af öðrum. Þingið bendir á ab almennar rannsóknir á svibi skipa- tækni eru eitt af verkefnum hvers þjóðfélags sem byggir afkomu sína á fiskveiðum. Frumvarp til fjárlaga 1995 gerir ekki ráð fyrir framlagi til almenns reksturs Fiskifélags íslands og þar með til tæknideildar félagsins. Meb því er fyrirsjáanlegt að rannsóknaþætti tæknideildar er stefnt í verulega hættu. Greinargerð 52. Fiskiþing vakti athygli á mikil- vægi tæknideildar í þessu samhengi. Var þá talaö fyrir daufum eyrum rába- manna. Nú er þess enn á ný freistað að vekja athygli á þessum mikilvæga þætti. Sjóvinnukennsla 53. Fiskiþing skorar á stjórnvöld að efla sjóvinnukennslu í skólum lands- ins. Um atvinnuréttindalög 53. Fiskiþing skorar á samgöngu- ráðuneytið ab þab beiti sér fyrir því að nefndir þær sem skipaðar voru til að endurskoða atvinnuréttindalög vél- stjóra og skipstjórnarmanna ljúki störf- um. Jafnframt að nýtt frumvarp um breytingu á gildandi atvinnuréttinda- lögum verbi lagt fram strax á yfir- standandi þingi. Greinargerð Brýn þörf er á að flýta þeirri endur- skoðun sem tillagan fjallar um. Björgunarþyrla/öryggismál. 53. Fiskiþing fagnar ákvörðun um kaup á björgunarþyrlu. Þingið vill þó í því sambandi benda á nauðsyn þess að Landhelgisgæslunni verði tryggt rekstr- arfé til þess að standa undir rekstrar- kostnaði þyrlunar sem og öðrum svið- um síns mikilvæga reksturs. Þá vill þingið enn fremur hvetja til þess ab hugsanleg staðsetning þyrlunar verði skoðub með tilliti til allra eðlilegra sjónarmiða, þ.m.t. öryggissjónarmiða. Greinargerð Þingið telur mikilvægt að Landhelg- isgæslunni verbi tryggðar rekstrartekj- ur til þess að sinna mikilvægu gæslu- og björgunarstarfi. Ástæða er til þess að benda á þetta þegar upplýst er að fjárlagafrumvarp gerir ekki ráö fyrir auknu rekstrarfé vegna reksturs nýrrar þyrlu sem bætist senn við tækjakost Landhelgisgæslunnar. Þá vill þingiö að þegar hugsanleg staðsetning nýju þyrl- unnar verði metin verbi öbru fremur tekið tillit til öryggissjónarmiða. Um öryggismál við úthafsveiðar 53. Fiskiþing fagnar því framtaki stjórnvalda að annast nauðsynlega ör- yggis- og sjúkraþjónustu á fjarlægum miðum íslenska flotans og skorar á þau tryggja úthafsveiðiflotanum áfram til- svarandi þjónustu. Greinargerð Þingið telur þab eðlilegt ab stór floti íslenskra skipa og fjöldi sjómanna við skyldustörf á fjarlægum miðum njóti nauðsynlegrar öryggis- og sjúkraþjón- ustu, enda hafi komið í ljós ab hennar er full þörf. Veðurathuganir 53. Fiskiþing beinir því til stjórn- valda að fjárveitingar til Veðurstofu miðist við ab unnt sé að halda áfram starfsemi núverandi veðurathugunar- stöðva og fjölga sjálfvirkum veður- athugunarstöðvum í samræmi við um- sögn hagsmunaaðila á hverju svæði fyrir sig. Greinargerð Mannaðar veðurathugunarstöðvar hafa gegnt og gegna enn mikilvægu hlutverki varðandi sjósókn og öryggi sjófarenda. Nefndin telur mikilvægt að þessi þjónusta sé ekki skert jafnframt því ab sjálfvirkum veðurathugunar- stöðvum verði fjölgað og þær staðsett- ar í samráði við hagsmunaaðila á hverjum stað. Öryggistæki 53. Fiskiþing beinir þeim tilmælum til manna sem róa einir að nota örygg- islínu í ádrepara og brýnt verði fyrir mönnum að þeir séu ekki einir á línu- og netaveiðum án þessa búnaðar. 24 ÆGIR NÓVEMBER 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.