Ægir - 01.01.1995, Síða 11
Kœru viðskiptavinir
íMAN\
I Baw 1
'law 1 M.A.N. - B&W dísilvélar sf.
Afítækni hf.
Allt annað óbreytt, sama heimilisfangið,
sömu símanúmerin, sama myndsendinúmer
og sama góða þjónustan
Afltækni hf.
Barónsstíg 5 -101 Reykjavík • Símar 55 11280
og 55 11281 • Fax 55 21280
Heimilt að veiða á Hatton Bank
Meö fullgildingu hafréttarsáttmálans er íslend-
ingum heimilt aö stunda veiöar á Hatton Bank því
óheimilt veröur aö vera meö 200 mílna fiskveiöi-
lögsögu í kringum kletta eins og Rockall þar sem
enginn býr. Þetta fullyröir Sveinn Hjörtur Hjartar-
son starfsmaöur LÍÚ í nýjasta hefti af Útveginum,
fréttabréfi samtakanna.
Togaramir Rex og Óttar Birting reyndu veiöar á
Hatton Bank á árinu 1994 en hættu því vegna af-
skipta bresku strandgæslunnar sem færði Rex til
hafnar og sektaði. Á þessum slóðum eru fiskimið
þar sem fæst stinglax, blálanga, langhali, karfi og
gjölnir. Þaö er einkum stinglaxinn sem menn hafa
sóst eftir en stinglax er veiddur og nýttur sunnar-
lega í Evrópu og árleg veiði Portúgala hefur verið
um 4600 til 6865 tonn frá 1985.
Stinglax þykir góður matfiskur og möguleikar
taldir góðir á að vinna honum aukinn markað
meöal þjóða sem borða mikinn fisk. Stinglax
veiöist á 180-1600 metra dýpi og er talið að mikið
sé af honum undan ströndum íslands, einkum fyr-
ir sunnan, vestan og suðvestan land.
(Útvegurinn des. 1994)
Rússneskir vísinda-
menn keyptir
Alþjóðavelferðarsjóður dýr-
anna hefur boðið rússneskum
vísindamönnum 30 dollara í
laun á mánuði gegn því að
þeir noti aldrei seli við tilraun-
ir af neinu tagi. Einkum hefur
sjóðurinn beint tilboðum sín-
um til vísindamanna við haf-
rannsóknastofnanir og sem eru
nú þegar að vinna að rann-
sóknum sem snerta selveiðar
og útbreiðslu seia. Talið er að
nokkrir vísindamenn hafi þeg-
ar gengið að tilboði sjóðsins
því 30 dollarar eru mikið fé á
rússneskan mælikvarða.
Norskir vísindamenn eru
fokvondir vegna þessa máls en
þeir hafa unnið að selarann-
sóknum í samvinnu við rúss-
neska kollega sína.
(High North News des. 1994)
Um hvaö
hugsa hvalir?
Jon Lien prófessor í St.
John á Nýfundnalandi
hefur rannsakað hegðun
hvala. Hann dregur mjög
í efa kenningar manna
um að hvalir séu gáfaðri
en aðrar skepnur. Hann
bendir á að menn ein-
blíni nokkuð á heilastærð
hvalsins.
„íslandssléttbakurinn,
svo dæmi sé tekið, er
með fjögur kíló af heila
en 1000 kíló af eistum. Ef
hann er að hugsa þá vit-
um við vel hvað hann er
að hugsa."
Lien segir að deilan
um hvalavernd minni
meira á trúarbragðadeilur
en nokkuð annað.
(High North News des. 1994)
ÆGIR JANÚAR 1995 1 1