Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1995, Qupperneq 12

Ægir - 01.01.1995, Qupperneq 12
SJÁVARSÍÐAN VIÐ NÁNARI ATHUGUN 14 sinnum samið, 4 sinnum lög í kjölfar lagasetningar á verkfall sjómanna í janúar 1993 var gerður samningur í lok árs sem síðan var felldur bæði af sjómönnum og útgerðarmönnum. Nú eru engar viðræður í gangi en sjómannasambandið er að afla sér umboða frá hinum ýmsu félögum og eftir formannafund 19. janúar er reiknað með að samningavið- ræður hefjist á ný. „Verkfall er alltaf neyðarbrauð, notað til þess að knýja menn að samninga- borði," sagði Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands íslands í samtali við Ægi. Hann sagði að lagasetning á síðasta verkfall hefði síður en svo dregið úr baráttuþreki sjómanna í þessum efnum. „í síðasta verkfalli var tekist á um ákveðna hluti og þá verðum við að fá í lag hvernig sem við förum að því. Við verðum að fá nýja samninga og þegar við höf- um fengiö umbob er hægt að boða verkfall meb þriggja vikna fyrirvara." Samkvæmt lauslegri samantekt Ægis hafa sjómenn 18 sinnum farið í verkfali frá 1916. 14 sinnum hefur verið samið án afskipta stjórnmálamanna en 4 sinnum hefur verkfalli lokið meb lagasetningu. ANNÁLL 1916. Hásetafélagið samþykkir 27. apríl að boða til verkfalls þegar í stað vegna deilna við útgerðarmenn um skiptingu lifrarhlutar. Verkfallinu lauk síðan 11. maí þegar útgerðarmenn og hásetar sömdu um hækkun lifrarverðs úr 35 krónum í 60 krónur. 1923. Sjómenn neita að vinna eftir nýjum taxta útgerðarmanna sem felur í sér allmikla launalækkun. Togaraflotinn stöbvast smátt og smátt vegna málsins. Hinn 11. júlí kemur til harðvítugra átaka í Reykjavíkurhöfn. Sjómenn báru sigur af hólmi en deilunni lauk ekki fyrr en með samningi 22. september. 1929. Sjómannaverkfall hófst í byrj- un janúar og stób til loka febrúar er því lauk með samningum. 1935. Sjómannaverkfall hefst í miðjum desember og lýkur með samn- ingi í lok janúar 1936. 1938. Verkfall sjómanna hófst í byrjun janúar og lauk með lagasetn- ingu um miðjan mars. 1949. Verkfall undirmanna á togur- um stendur framan af vetri en lýkur með samningum í lok mars. 1950. Verkfall frá 1. júlí til 6. nóv- ember á togurum. 1952. Verkfall togarasjómanna stendur í hálfan mánuö. 1958. Sjómenn aflýsa verkfalli með samkomulagi við ríkisstjórn um stofn- un lífeyrissjóös. 1962. Verkfall hófst á togaraflotan- um 10. mars og stób til 5. ágúst. 1969. í ársbyrjun fóru sjómenn í verkfall sem stóð í rúman mánuð. Samningaviðræður báru engan árangur og 17. febrúar setti ríkisstjórnin lög sem batt endi á verkfallið. 1971. Verkfall á togurum stóð frá 6. janúar til 1. mars er samningar tókust. 1979. Farmannaverkfall stóð frá því 25. apríl fram til 19. júní þegar því var lokið með setningu bráðabirgðalaga. 1982. Verkfall sjómanna hófst milli jóla og nýárs 1981. Samningar náðust um miðjan janúar án teljandi afskipta ríkisvaldsins. 1985. Verkfall sjómanna hófst 17. febrúar. Samningar tókust án afskipta ríkisvaldsins og sömdu yfirmenn 1. mars en undirmenn viku seinna. 1986. Farmenn fara í verkfall í lok desember. Verkfallinu lauk í febrúar 1987 með samningum. 1987. Verkfall undirmanna á fiski- skipum hófst 1. janúar. Samningar tók- ust 17. janúar. 1993. Sjómenn fara í allsherjarverk- fall 1. janúar sem er lokið með bráða- birgðalögum ríkisstjórnar 14. sama mánaðar. ANNÁLL VH Nokkur íslensk fyrirtæki Hfl auka sókn sína á markaði í Suður-Ameríku mb þátttöku í mikilli sjávarútvegssýningu, Expo Pesca í Santiago í Chile. ■■■ 168 manns sagt upp hjá mMa Fiskiðju Sauðárkróks vegna endurskipulagningar hjá fyrirtæk- inu sem meðal annars hyggst setja upp nýja og fullkomna vinnslu- og pökkunarlínu fyrir frosinn fisk. Ákveðið að auka síldarkvót- ann um 10 þúsund tonn og sýnt að hann verði 130 þúsund lestir. Þetta er mesta síldveiði sem leyfð hefir verið hér við land frá því ab síldveiðar hrundu 1968. ■i Bergur-Huginn hf. í Vest- Bai mannaeyjum og Skag- strendingur hf. á Skagaströnd stofna með sér fyrirtæki sem vinna á að loðnufrystingu á kom- andi loðnuvertíð. Þrír frystitogar- ar, Vestmannaey VE, Arnar og Örvar HU, verða notaöir vib fryst- inguna og munu þessi fljótandi frystihús ab líkindum liggja á Seyðisfirði. M Skagstrendingur hf. íhugar ■H að fela Sölumiðstöð hrab- frystihúsanna að annast sölu af- urða fyrirtækisins. Fram til þessa hefur eigið fyrirtæki Skagstrend- ings annast sölu afurðanna. PM Tilraunaveiðar á humri frá ■■■ Höfn í Hornafirði, sem ekki hafa verið leyfðar ábur á þessum árstíma, ganga illa vegna slæmra gæfta. Humarinn er fluttur fersk- ur utan með flugi. VH Vaxandi brögð eru að því Ifil að Rússar neiti að selja ís- lendingum fisk og bera við banni innlendra stjórnvalda við slíkri sölu vegna Smuguveiða íslend- inga í Barentshafi. Rússnesk stjórnvöld vilja ekki kannast við að hafa sett á slíkt bann og grun- ur leikur á að Norðmenn hafi gert leynisamninga við Rússa um 12 ÆGIR JANÚAR 1995

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.