Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1995, Page 30

Ægir - 01.01.1995, Page 30
ÚR FÓRUM FISKIMÁLASTJÓRA Þorskveiðar Áramót eru mönnum oft tilefni út- tektar á stöðu mála og mats á þeim leiðum sem farnar voru og hvaða slóð- ir skuli feta áfram svo málin þokist áleiðis. Áramótin nýliðnu voru hér ekki undantekning og birtust í fjöl- miðlum annálar, sem greindu frá öll- um þeim atburðum sem fréttnæmir þóttu á árinu 1994, og greinar þar sem þjóðmálin og heimsmálin voru brotin til mergjar. Fiskifélagið lagði sitt lóð á þessar vogarskálar og birti í fréttatilkynningu spá um sjávaraflann á árinu 1994 og birtist hún á öbrum stað hér í blaðinu. Endanlegar tölur ársins 1994 liggja ekki fyrir, en af þeim brábabirgðatölum sem fylgja þessu blaði er ljóst að spá Fiskifé- lagsins er nokkuð nærri lagi. Það sem einkenndi spá Fiskifélagsins umfram annab er hinn gríðarlega mikli sam- dráttur sem orðið hefur í þorskveiðum íslendinga á heimamiðum. Ársaflinn er áætlaður rétt rúm 170 þús. tonn og þarf að fara allt aftur til ársins 1951 til að finna samsvarandi þorskafla íslend- inga og þar sem við yrkjum nú einir ís- landsmib þá þarf aftur til ára síðari heimsstyrjaldar til að finna samsvar- andi tölur um heildarafla á íslandsmið- um. En svo einkennilega vill til að meðalafli áranna 1939 til 1943 er um 172 þús. tonn og eru þetta aflaminnstu árin í þorski á íslandsmiðum eftir 1920. í umfjöllununni um friðun þorsksins hefur verið rætt um hina miklu friðun sem var í stríðinu og þá aflagengd sem varð eftir þá fribun. Við stefnum nú í minni veiði á þorski en var þá. Það þarf ekki ab tíunda fyrir lesendum Ægis all- ar þær breytingar sem oröið hafa á fiskiskipaflotanum síðan 1940 og þann mun sem er á sókninni á árinu 1951 og árinu 1994. Því er einfaldlega ekki sam- an að líkja. í ljósi þessara sögulegu staðreynda er eðlilega gerð sú krafa að menn setjist niður og endurmeti þá stöðu sem nú er uppi og kanni með opnum huga hvort eitthvað hafi verið metið rangt eða gert rangt, eða hvort við einfaldlega búum við þær náttúrulegu aðstæður að við getum ekkert gert annað en draga enn frekar úr veiðum okkar á þorskinum eins og allt bendir til ab verði næstu til- lögur fiskifræðinga og hafa í reynd ver- ið settar fram í formi tillagna um lang- tímanýtingu þorskstofnsins. Ef skoðaðar eru þær reynslutölur sem fyrir liggja um nýtingu þorsk- stofnsins frá árinu 1920 kemur í ljós að meðalveiðin á ári er um 356 þús. tonn og hefur nokkrum sinnum farið yfir 500 þús. tonn og verið áratugum saman yfir 400 þús. tonn. Hvað er það sem veldur því að viðkomubrestur verður í þorskstofninum? Eru upplýs- ingar okkar um lífshætti og lífsvenjur fiska þab góðar ab við getum ályktað eins og við gerum? Fiskifræðingarnir eru sjálfir ekki sammála um allar for- sendur til ráðgjafar og hegöun fiska er stöbugt að koma fiskifræöingum á ó- vart. Það er því mjög nauðsynlegt að efla nú þegar rannsóknir á þessu sviði svo minnka megi þá óvissu sem nú er til staöar í þeim líkönum sem fiski- fræðingar nota til að spá um fiskgengd í framtíðinni. Á hinn bóginn er ljóst að fullkomnar spár fást aldrei enda ekki til þess ætlast og því verða ráð fiskifræðinga alltaf tæki til viðmiðun- ar, en geta ekki verið allsráðandi. Þab hefur sýnt sig að erfitt er að beisla náttúruna í stærðfræðiformúlur þannig að rétt útkoma verði. Það má einnig spyrja sig að því hvort breyting á sóknarmynstri hafi hér áhrif. Áður var stór hluti aflans tekin á vetrarvertíb við Suðurland, en nú er þetta mun stöbugri afli og dreif- ist allt í kringum landið. Það verður að skoða þetta betur og reyna að meta á ný og það án tillits til þess hvort nú- verandi kerfi fiskveiðistjórnunar er á vetur setjandi eða ekki. Þab vekur einnig athygli að á sama tíma og þessi mikli samdráttur er í þorskveiðum þá eykst veiði á rækju og einnig hefjast veiðar í úthafinu, bæbi suður á Reykjaneshrygg í karfa og í Barentshafi í Smugunni, og er þar veiddur þorskur sem nam um 35 þús. tonnum. í raun dregst aflaverðmæti flotans mun minna saman en magnið segir til um og er það fyrst og fremst aukning á rækjuveiöinni sem veldur því. Sú spurning vaknar, sem erfitt get- ur verið ab svara, hvort verndun þorsksins sé eins mikilvæg og við höf- um látið í veðri vaka. Það er ljóst að þorskur étur rækju og rækjan er mun verðmeiri tegund en þorskur og því er ályktunin sú að mjög óhagkvæmt sé að fóðra þorsk á rækju. Þannig er frá sjón- armiði hagfræðinnar hagkvæmara að veiða rækjuna heldur en þorskinn. En þorskurinn étur ekki bara rækju og slík- ar ályktanir eru mjög hæpnar, en eru settar hér fram á sama hátt og ýmsar aðrar tillögur sem nú er litið á sem sannleik því það er búið ab þylja þær svo oft yfir. Það er hins vegar ástæða til að ítreka að varlega þarf að fara og ekki má taka yfirgengilega áhættu þegar um er að ræða þá auðlind sem hvað mest- an auð hefur skapað hérlendis og fyrir- sjáanlegt er ab verði undirstaða efna- hagslífs á íslandi um ókomin ár. Þrátt fyrir samdrátt í magni gerir spá Fiskifélagsins ráð fyrir að útflutnings- verðmæti sjávarafurða verði á árinu 1994 um 86,6 milljarðar króna og hef- ur það aldrei orðið svo mikið. Þetta sýnir betur en flest annað þann þrótt sem er í íslenskum sjávarútvegi og þá aðlögunarhæfni sem sjávarútvegurinn býr yfir. Hér er um að ræða breytta vinnsluhætti, aukinn innfluting á hrá- efni til vinnslu hérlendis og veiöar á fjarlægum miðum auk þess sem aðilar í sjávarútvegi hasla sér völl í atvinnu- lífi á alþjóðlegum vettvangi í samstarfi við erlenda aðila eða á eigin spýtur. Allt þetta veldur því að aukin tiltrú vaknar á íslenskum sjávarútvegi og því horfa menn bjartsýnir til framtíðar. Bjami Kr. Grímsson. 30 ÆGIR JANÚAR 1995

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.