Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1997, Page 5

Ægir - 01.07.1997, Page 5
„Islendingum mjög mikilvægt að miðla af sinni reynslu í fiskveiðum og fiskvinnslu“ segir Grímur Valdimarsson, nýráðinn forstöðumaður fiskiðnaðarsviðs FA( Dr. Grímur Valdimarsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaöarins, var nýverið rá&inn forstöðuma&ur fiskiðnaðarsviðs Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna, FAO. Hann mun taka við starf- inu 1. október næstkomandi og er ráðning hans til þriggja ára. Að mati sjávarútvegsráðuneytisins skapar ráðning Gríms á ný mikilvæg tengsl íslendinga við starfsemi fiskideildar- innar og í samtali við Ægi sagði Grímur að athyglin á íslenskum sjávarútvegi verði óneitanlega meiri innan FAO eftir þessa ráðningu. Grímur telur ótvírætt að íslendingar hafi margt að kenna öðrum þjóðum í fiskveiðum og vinnslu og hann er þeirrar skoðunar að Islendingar ættu að vera ófeimnari við að miðla sinni þekkingu og reynslu. Grímur mun stýra fiskiðnaðarsviði, sem er eitt af þremur sviðum fiski- deildar FAO. „FAO er ekki skipulagt þannig að lönd eigi þar ákveðna fulltrúa í störf- um en allir viðurkenna að það hefur mikið gildi að fylgjast með hvað er að gerast hjá þessum stofnunum. Þó svo að mikilvægi stofnana af þessu tagi í ýmsum málaflokkum sé mismunandi frá einu tímabili til annars þá getur það breyst á mjög skömmum tíma. Til dæmis hefur FAO verið að velta fyrir sér hvort stofnunin geti veitt vottun um hvort lönd séu að veiða skynsam- lega úr sínum stofnum og það sýnir að tengslin við stofnunina geta verið mikilvæg, ekki síst fyrir okkur íslend- inga," segir Grímur. Grímur Valdimarsson, verðandi forstöðu- maður fiskiðnaðarsviðs FAO. Undir fiskiðnaðarsvið FAO, sem Grímur mun stýra, heyra fiskvinnsla, markaðsmál og veiðarfæri. „Starfið felst í ráðgjöf, fræðslu og út- tektum en bæði er um að ræða að FAO hafi sjálft frumkvæði að einstökum verkefnum og að leitað sé til stofnun- arinnar eftir ráðgjöf. Undir þetta svið heyrir einnig upplýsingakerfi á inter- netinu um markaðsverð á fiskafurðum víða um heim og ýmis starfsemi tengd því," segir Grímur. Eigum að miðla reynslu af fiskveiðistjórnuninni Aðspurður um hvort með starfi hans skapist tækifæri fyrir íslendinga til að koma á framfæri íslenskri þekkingu á fiskveiðum og fiskvinnslu segir Grímur að íslendingar ættu að horfa meira til þess að miðla reynslu sinni en hingað til. „Það eru mjög fáar þjóðir sem hafa jafn mikla og nána reynslu af veiðum og fiskiðnaði. Ég held þess vegna ab við höfum miklu meira að miðla en við gerum. Reynslan af fiskveiöi- stjórnunarkerfinu er mjög eftirtektar- verð en við höfum í raun verið frá 1976 í tilraunum með aflamarkskerfi í einhverri mynd. Kerfið er þannig búið að ganga í gegnum mikla umræðu og mikla gagnrýni og endurskoðun en í dag er það svo að á íslandi finnst varla nokkur mabur sem mælir með frjáls- um fiskveiðum. Ég held að þab sé mjög fróðlegt fyrir aðrar þjóðir að fá að heyra hvernig þróunin varð hér og hvaða árangri þetta skilaði. Við sjáum að sumar þjóðir eru að reyna að tak- marka veiðar með því eingöngu að takmarka vélarafl skipa og gerð veiðarfæra sem að mínum dómi er varhugavert og getur leitt til óhag- kvæmni. Þab er staðreynd að óhag- kvæmni í fiskveiðum í heiminum er alveg gríðarleg. Alþjóöleg tenging er þess vegna mjög holl fyrir okkur, hvort heldur er í gegnum fyrirtæki eða með tengslum við alþjóðastofnanir eins og t.d. FAO," segir Grímur. Eins og áður segir tekur Grímur Valdimarsson við starfi sínu þann 1. október, en dr. Hjörleifur Einarsson tekur við starfi hans hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins. Starfsvettvang- ur Gríms verður í Róm þar sem em höfuðstöðvar FAO. ÆGIR 5

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.